Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun