Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2025 12:31 Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Áfram berast fréttir af samþjöppun starfa hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Nú hefur verið hætt við meint áform um uppbyggingu á sláturhúsi á Patreksfirði. Tímasetninguna, árið 2021, þegar fyrirtækin veifuðu þessum plönum framan í sveitarstjórn Vesturbyggðar ber að skoða sem hluta af refskák við að tryggja stuðning við þessa skaðlegu starfsemi í héraðinu. Ekkert gerðist svo í framhaldinu og nú hefur verið hætt við allt saman. Við Íslendingar þekkjum vel gríðarleg áhrif tækniframfara á störf í sjávarútvegi. Nú dekkar ein áhöfn frystitogari það sem áhafnir fjölda minni báta og starfsfólk frystihúsa á landi gerði áður. Sama hraða fækkun starf er á fleygiferð í sjókvíaeldi. Fjarstýrt frá Noregi Fyrir sjö árum kynntu norskir eigendur sjókvíeldisfyrirtækisins Fiskeldis Austfjarða (heitir nú Kaldvík) áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum í íslenskum fjörðum frá Noregi. Tæknin var til staðar 2018 og það sem meira er hefur fleygt stórlega fram. Gervigreindin er að taka við af mannsauganu við skjái þar sem hefur verið fylgst með fóðrun og öðru í sjókvíunum. Þróunin vísar skýrt í eina átt: innan skamms mun ekki starfsfólk sitja við og horfa á þetta myndefni. Gervigreindin tekur við og allt það dæmi verður keyrt í gegnum höfuðstöðvarnar í Noregi. Haldi einhver að þetta sé hræðsluáróður má benda viðkomandi á viðtal frá 2022 við talsmann norska sjókvíaeldisrisann Grieg þar sem hann lýsir hvernig hægt er að fjarstýra fóðrun í sjókvíum frá höfuðstöðvum félagsins, skammt frá Stavanger, ekki aðeins á stóru svæði við strandlengju Noregs heldur líka á tveimur aðskildum svæðum í Kanada, í Bresku Kólumbíu og við Labrador. Fylla firði af mengun En hvað verður þá eftir á Íslandi? Það vitum við vel. Gríðarleg klóakmengun sem þessi fyrirtæki láta renna óhreinsaða í firðina okkar og stórlaskað lífríki en líklega enginn villtur íslenskur laxastofn vegna eyðandi áhrifa erfðablöndunar eldislax sem sleppur látlaust úr sjókvíunum. Ný ríkisstjórn hefur í höndum sér að snúa af þessari braut sem vörðuð var af fyrri ríkisstjórn. Að aðhafast ekkert er ekki í boði. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun