„Mjög óeðlileg nálgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 13:57 Hildur Björnsdóttir segir sérkennilegt að borgin hafi ekki ætlað að slá túnið við Sóleyjarima fyrr en í lok sumars. Vísir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að borgaryfirvöld vilji ekki viðurkenna að túnið við Sóleyjarima í Grafarvogi sé notað sem útivistarsvæði, annars hefði túnið verið slegið fyrr í sumar. Hún segir málið til marks um skilningsleysi borgarinnar gagnvart lífinu í Grafarvogi. Íbúar hafa sett sig í samband við lögfræðinga og undirbúa málsókn gegn borginni vegna fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á túninu. Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Íbúar í Rimahverfi Grafarvogs tóku sig til í vikunni og slógu sjálfir risastórt tún við Sóleyjarima, sem borgin hafði ekki gert í allt sumar. Svæðið er vinsælt útivistarsvæði meðal íbúa og iðar túnið gjarnan af börnum á leik á sumrin. Til stendur samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar að reisa á túninu íbúðabyggð. Íbúar hverfisins hafa mótmælt þessu harðlega. Skrifstofustjóri borgarlandsins sagði að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túninu tengdist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hefði ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu að gera. Borgin haldi fast í umdeild þéttingaráform Í skipulagsgátt Reykjavíkur má finna breytingartillögu við deiliskipulag borgarinnar til ársins 2040 þar sem lagt er til að uppbygging íbúðarhúsnæðis verði á vannýttum svæðum innan gróinna hverfa, þar á meðal á túninu við Sóleyjarima. Íbúar Grafarvogs hafa mótmælt þessum áformum harðlega. Hildur Björnsdóttir segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi með íbúum Grafarvogs í þessu máli, þarna hafi þéttingaráform verið kynnt sem hugnist íbúum illa. Hún segir það óeðlilega nálgun að segja íbúum að tún, sem íbúar nota sem útivistar og leiksvæði, verði ekki slegið fyrr en undir lok sumars. „Maður fær það svoítið á tilfinninguna að borgin viljandi taki ákvörðun um að slá ekki þetta tún vegna þess að þau gangast ekki við því að þetta sé notað sem útivistartún,“ segir Hildur. Hún segir að þessi nýja stefna borgarinnar um að hafa túnin „viljandi villt“ sé furðuleg stefna að mörgu leyti. „Ég held að borgarbúar vilji að borgin sé snyrtileg, og hún sé hrein og falleg. Þetta gæti verið fallegt á einstökum svæðum, þar sem vaxa fallegar sóleyjar eða fallegur villtur gróður. En við erum víða að sjá njóla og bifukollur sem ég held að fæstir kalli fallegan villtan gróður,“ segir hún. Íbúar undirbúi málsókn Freyr Ómarsson, íbúi í Rimahverfi í Grafarvogi, segir að íbúar hafi sent ítrekaðar beiðnir til borgarinnar þar sem beðið var um slátt á túninu. „Allir fengu sömu svör, sem sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að slá ekki fyrr en undir lok sumars. Eins og gefur að skilja þá er ekki mikill tími eftir til að nýta túnið eins og við höfum gert,“ segir hann. Hann er því óánægður með svör borgarinnar í fjölmiðlum þar sem fram kom að borgin tæki tillit til ábendinga, hún myndi slá tún innan verkefnisins ef íbúar bæðu um það. „Þetta voru mjög margir íbúar sem sendu ábendingu á vefnum, og margir sem sendu fleiri en eina og fleiri en tvær. Okkur var bara sagt að túnið yrði slegið undir lok sumars.“ Hann segir að íbúar hafi sett sig í samband við lögfræðinga þar sem verið er að kanna grundvöll fyrir mögulega málsókn á hendur borginni vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á túninu.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira