Boðar arftaka Dalai Lama Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2025 14:02 Dalai Lama er gamall í hettunni. AP/Ashwini Bhatia Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi Tíbeta, tilkynnti í dag að eftirmaður hans yrði fundinn að honum gengnum. Hann hafði áður gefið til kynna að mögulega yrði hann síðasti maðurinn til þess að gegna hlutverkinu. Samkvæmt tíbetskri búddistatrú endurholdgast Dalai Lama. Trúarleiðtoginn, sem verður níræður á sunnudaginn, sagði í dag að finna ætti næsta Dalai Lama og viðurkenna hann sem arftaka sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar ættu ekki að koma nálægt því að finna næsta Dalai Lama. Kommúnistastjórnin í Kína hefur ítrekað fullyrt að hún hafi ein vald til þess að tilnefna næsta trúarleiðtoga Tíbeta. Hann þurfi að finna í tíbetskum hlutum Kína til þess að tryggja yfirráð kommúnistastjórnarinnar yfir valferlinu. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði þetta í dag þegar hann sagði að endurholdgun Dalai Lama yrði að vera á forsendum Kína og sæta samþykki miðstjórnar kommúnistaflokksins. Togstreita á milli kínverskra stjórnvalda og tíbetskra munka sem eru hliðhollir núverandi Dalai Lama er sögð gera það líklegt að þeir verði tveir eftir andlát hans. Kínverjar innlimuðu Tíbet árið 1951. Dalai Lama fór í útlegð eftir uppreisn Tíbeta árið 1959 og stýrði sjálfskipaðri ríkisstjórn Tíbet í útlegð til ársins 2011. Hann hefur hvatt fylgjendur sína til þess að hafna Dalai Lama sem Kínverjar velji. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í yfirlýsingu í dag að tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að stýra vali á næsta Dalai Lama væru bein árás á trúfrelsi Tíbeta. Núverandi Dalai Lama er sá fjórtándi í röðinni. Hann var fimm ára gamall þegar hann var lýstur endurholdgaður trúarleiðtogi tíbetskra búddista. Það getur tekið nokkur ár að finna næsta Dalai Lama. Tíbet Kína Trúmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Samkvæmt tíbetskri búddistatrú endurholdgast Dalai Lama. Trúarleiðtoginn, sem verður níræður á sunnudaginn, sagði í dag að finna ætti næsta Dalai Lama og viðurkenna hann sem arftaka sinn, að sögn AP-fréttastofunnar. Kínverjar ættu ekki að koma nálægt því að finna næsta Dalai Lama. Kommúnistastjórnin í Kína hefur ítrekað fullyrt að hún hafi ein vald til þess að tilnefna næsta trúarleiðtoga Tíbeta. Hann þurfi að finna í tíbetskum hlutum Kína til þess að tryggja yfirráð kommúnistastjórnarinnar yfir valferlinu. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins ítrekaði þetta í dag þegar hann sagði að endurholdgun Dalai Lama yrði að vera á forsendum Kína og sæta samþykki miðstjórnar kommúnistaflokksins. Togstreita á milli kínverskra stjórnvalda og tíbetskra munka sem eru hliðhollir núverandi Dalai Lama er sögð gera það líklegt að þeir verði tveir eftir andlát hans. Kínverjar innlimuðu Tíbet árið 1951. Dalai Lama fór í útlegð eftir uppreisn Tíbeta árið 1959 og stýrði sjálfskipaðri ríkisstjórn Tíbet í útlegð til ársins 2011. Hann hefur hvatt fylgjendur sína til þess að hafna Dalai Lama sem Kínverjar velji. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í yfirlýsingu í dag að tilraunir kínverskra stjórnvalda til þess að stýra vali á næsta Dalai Lama væru bein árás á trúfrelsi Tíbeta. Núverandi Dalai Lama er sá fjórtándi í röðinni. Hann var fimm ára gamall þegar hann var lýstur endurholdgaður trúarleiðtogi tíbetskra búddista. Það getur tekið nokkur ár að finna næsta Dalai Lama.
Tíbet Kína Trúmál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira