Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar 2. júlí 2025 10:33 Í maímánuði 1951 gerði ríkisstjórn Íslands varnarsamning við Bandaríki norður Ameríku. Samningurinn er gerður á grundvelli aðildar Íslands að NATO sem samþykkt var á Alþingi 30. mars 1949. Samningurinn var mjög umdeildur og vegna staðfestingar hans í þinginu brutust út einar verstu óeirðir Íslandssögunnar, slagurinn á Austurvelli 30. mars. Í herverndarsamningnum frá 1951 er m.a. sagt: Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samningur sá, sem hér fer á eftir, hefur verið gerður samkvæmt þessum tilmælum. Samningur óttans Samkvæmt þessu virðast íslenskir ráðamenn hafa látið stjórnast af hræðslu við veröldina og átt erfitt að fóta sig í heimi þar sem kaldastríðið var í algleymingi. Því hafi þrýstingur Bandaríkjamanna um aðstöðu á Íslandi og tilboð þeirra um „varnir landsins“ fallið í góðan jarðveg í því óvissuástandi sem margir íslenskir ráðmenn fundi sig í. Nokkur skilyrði voru sett í upphafi og háð samþykki Íslands, s.s. hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu (húðlitur?) og hversu margir menn hafa setu á Íslandi. Í samningnum eru uppsagnarákvæði þar sem hvor ríkisstjórn getur hvenær sem er virkjað uppsagnarákvæði og þá getur hann fallið úr gildi eftir 18 mánuði. Þegar samningur þessi er gerður telja Íslenskir ráðamenn sig vera að semja við öfluga en þó fremur friðsama þjóð, BNA, og fela henni öryggi og varnir landsins. Það hefur þó aldrei farið milli mála að af hálfu BNA var fyrst og fremst verið að gæta að eigin hernaðarlegum hagsmunum. Samhliða gerð þessa samnings var því lýst yfir að „aldrei yrði á Íslandi erlendur her á friðartímum“. Þessi yfirlýsing reyndist marklaus, ósönn eins og margt annað tengt inngöngunni í NATO. Friðartímar runnu aldrei upp á árunum 1951 til 2006 samkvæmt skilgreiningu flestra íslenskra ráðamanna. En því ber að halda til haga að atvinnustarfsemi og gróðabrask tengd hersetunni skiptist frá upphafi milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og verður sennilega seint ofmetið hve mikilvægur hvati hermangið sem þessir stjórnmálaflokkar héldu verndarhendi yfir og nutu beint og óbeint góðs af, varð til að tryggja framhaldsvöl hersins á Íslandi þrátt fyrir heitstrengingar um annað. Enda fór herinn ekki fyrr en árið 2006 þegar Bandaríkjamenn sáu ekki lengur hag sinn í því að vera hér. Þá kom í ljós að hugtakið „friðartímar“ var túlkað í samræmi við bandaríska hagsmuni. Varnarsamningurinn við BNA var ekki traustari en svo að þeir einfaldlega fóru þegar það hentaði, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli íslenskra ráðamanna og margar heimsóknir þeirra í Hvíta húsið. Herstöð Bandaríkjanna á Miðnesheiði var lögð niður en lítið svæði skilgreint sem „íslenskt öryggissvæði“. Þeir sem trúðu yfirleitt á það að „varnarsamningurinn“ færði okkur öryggi, sátu þá upp með það að Íslendingar væru „varnarlausir“. En fjarvera bandaríska hersina breytti í raun engu um öryggi Íslands. Eina sjáanlega breytingin var að atvinnustigið á Suðurnesjum versnaði mjög um tíma. Nú, þegar stjórnvöld í Bandaríkjunum sýna óvenju grímulaust hverslags leikreglur þeir telja að ríkja skuli á okkar jörð, eða öllu heldur þeirra eigin leikreglur einar, koma íslenskir ráðmenn af fjöllum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar sem tjá sig um sambandið við BNA leggja áherslu á að „að fara varlega“ og „rasa ekki um ráð fram“. Alls ekki stugga við vininum í vestri og helst vona að hann muni ekki eftir okkur, þá lendum við mögulega í lægsta tollaflokki! En er það eitthvað nýtt, að Bandaríkin fari sínu fram hvar sem þeim þóknast? Í þeirri furðulegu nauðhyggju að halda að friður í heiminum sé best tryggður með áhrifum Bandaríkjanna er ekki úr vegi að skoða alþjóðlegan feril þeirra frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hinn alþjóðlegi arfur BNA Eitt er að gerast aðilar að NATO annað að gera sérstakan varnarsamning við Bandaríki Norður-Ameríku. Tölum aðeins um alþjóðlegan arf samningsaðilans, BNA. Fyrst er rétt að minna á Hiroshima og Nagasaki. Þar vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á borgaraleg skotmörk og drápu eða særðu um 300.000 saklausa borgara. Bandaríki Norður Ameríku eru eina þjóðin á okkar jörð sem beitt hefur kjarnorkusprengju í hernaði. Þetta var í ágústmánuði 1945. Við tók nokkurra ára hlé en næstu hernaðarátök Bandaríkjanna urðu í Kóreu. Þau átök stóðu í 3 ár, 1950 til 1953. Í Kóreustríðinu féllu 2,5 milljónir, um helmingurinn almennir borgarar. Næsta stríð Bandaríkjanna var svo Víetnamstríðið. Í stríðinu í Víetnam urðu Bandríkjamenn uppvísir að stríðsglæpum og margvíslegum brotum á alþjóðalögum. Víetnamstríðið kostaði 3-4 miljónir Víetnama lífið, 1,5-2 miljónir í Laos og Kambódíu og um 60.000 bandaríska hermenn. Stríðinu lauk endanlega 1975. Næstu stríðsátök BNA voru Persaflóastríðið 1990 sem leiddu til langvinnra efnahagsþvingana á hendur Írökum sem urðu þess valdandi að mörg hundruð þúsund manns létu lífið Írak. Á Afganistan var ráðist árið 2001 og lauk átökum í landinu ekki fyrr en 2021. Þá hrökkluðust herir Bandríkjamanna frá Afganistan með skottið milli lappanna. Drepnir voru allt að 140.000 almennir borgarar og um 40.000 hermenn féllu í valinn. Árið 2003 var ráðist á Írak á grundvelli upploginna ásakana um að þeir réðu yfir gjöreyðingarvopnum og því hættulegir heimsfriði. Öll heimsbyggðin fékk smám saman að vita að allt var þetta haugalygi. Íraksstríðið stóð í 8 ár. Átökin kostuðu að minnsta kosti um 655.000 manns lífið. Og nú síðast hafa Bandaríkjamenn gert loftárásir á Íran undir því yfirskini að koma þurfi í veg fyrir að Íranar þrói kjarnavopn. Það er kaldhæðnislegt að BNA skuli hafa stundað hernað gegn tveimur nágrönnum Írans, þ.e. Írak og Afganistan. Með árásunum á Íran er Þrenningin fullkomnuð og allt bendir til þess að afleiðingarnar séu allar á einn veg í ríkjunum þremur, eyðilegging og aftur eyðilegging.Fyrir utan þessi helstu stríðsátök BNA síðustu áratugi hafa stjórnvöld í Bandríkjunum stutt alþjóðlega öfgahópa og vígahópa víða um heim. Þá hafa þeir einnig stutt ógnarstjórnir s.s. í Indónesíu, Sádi Arabíu, Suður-Ameríku og einkarekin herlið víða um heim. Bandaríkin hafa rekið fangabúðir í Guantanamo fyrir utan lög og rétt frá árinu 2002. Þar hafa fangar verið í haldi árum og áratugum saman án löglegra réttarhalda, mannréttindi þeirra fótum troðin og sumir sendir í sérstakar fangabúðir í Evrópu þar sem pyntingum var beitt við yfirheyrslur. Guantanamobúðirnar og öll sú framkvæmd er vörðuð alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á fjölmörgum alþjóðasamningum. Nú síðustu ár hafa Bandaríkjamenn stutt dyggilega og skilyrðislaust hryllilegt þjóðarmorð Ísraela í Palestínu. Til að kóróna þann stuðning hyggjast Bandaríkjamenn sölsa undir sig Gasasvæðið, reka Palestínumenn úr landi og breyta Gasaströnd í baðströnd! Bandaríkjamenn hyggjast einnig ná yfirráðum yfir Grænlandi og jafnvel Canada með góðu eða illu. Rökin fyrir því eru öryggishagsmunir BNA og í orði kveðnu alls heimsins! Mun öryggishagsmunagæsla BNA með yfirtöku sjálfstæðra ríkja, færast lengra í austur með tímanum? Getur verið að nokkur maður með réttu ráði trúi því að öryggi heimsins verði betur tryggt með þessum yfirgangi? Siðgæði og sómatilfinning? Margir íslenskir stjórnmálamenn halda því fram að Bandaríki norður Ameríka sé helsti útvörður hins frjálsa heims. Það má vera að sú staðhæfing hafi einhvern tíma verið nærri lagi en síðustu áratugi hefur stórveldið í vestri sýnt sig vera árásargjarnasta stórveldi sögunnar og er slóð þess á plánetunni Jörð undanfarna áratugi blóði drifin. Og á hátíðarstundum vilja margir stjórnmálamenn kalla þá „vinaþjóð“. Þessi barnalega óskhyggja um vinaþjóðina í vestri hefur einkennt afstöðu þorra íslenskra ráðamanna áratugum saman. Flestir hugsandi menn vita þó að stórveldi eiga engar „vinaþjóðir“ heldur aðeins sameiginlega hagsmuni og þá oftast tímabundið, að Gilitrutt er þjóðsaga og að jólasveinarnir búa ekki í Esjunni. Við höfum upp á síðkastið heyrt hugtakið „verðugur bandamaður“ notað þegar rætt hefur verið um framlag Íslands til NATO. Það hugtak hefur meðal annars verið notað til að leggja áherslu á skyldur okkar við þau hernaðarsamtök, til dæmis til að réttlæta vopnakaup vegna Úkraínu. En hvernig ætti lýðveldið Ísland að skilgreina „verðugan bandamann“? Í umræðum undanfarnar vikur um alþjóðamál talar núverandi utanríkisráðherra Íslands iðulega um Bandaríkin sem „vinaþjóð“ og „líkt þenkjandi þjóð“. Engin gagnrýni hefur komið fram frá forsætis -eða utanríkisráðherra vegna loftárása Bandaríkjahers á Íran. Sennilega telja ráðherrarnir þessar loftárásir „lögmætar“. Og formenn stjórnarflokkanna þriggja hafa ítrekað að „aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og varnarsamningur við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands“. Íslendingar vilja halda á lofti þeirri ímynd að við séum friðelskandi þjóð þar sem mannréttindi, jafnræði, þróað lýðræði, velferð, almenn menntun og almenn velsæld einkenni samfélagið. Þegar slík þjóð velur sér sérstakan bandamann er þá ekki eðlilegt að „verðugur bandamaður“ uppfylli sambærileg skilyrði? Þegar sjálfstæð þjóð gerir samning við stórveldi um „varnarsamstarf“ er þá óeðlilegt að gera siðferðilegar kröfur? Það vaknar auðveldlega spurningin hvort friðsöm þjóð, Íslendingar, geti réttlætt varnarsamning við stórveldi með svo blóðugan feril; stórveldi sem hiklaust brýtur Genfarsáttmálann, hunsar manréttindasáttmála SÞ, hefur verið staðið að stríðsglæpum víða um heim og brýtur ýmiss alþjóðalög hvenær sem það hentar þeirra hagsmunum. Er slíkt samfélag „verðugur bandamaður“? Er samningur við slíkt stórveldi siðferðilega réttlætanlegur? Eða er hugtakið siðferði ekki tækt þegar um er að ræða „varnir“ Íslands. Er sómatilfinning óþekkt hugtak hjá Íslenskum ráðamönnum þegar kemur að öryggissamstarfi við aðrar þjóðir? Höfundur er stjórnarmaður í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í maímánuði 1951 gerði ríkisstjórn Íslands varnarsamning við Bandaríki norður Ameríku. Samningurinn er gerður á grundvelli aðildar Íslands að NATO sem samþykkt var á Alþingi 30. mars 1949. Samningurinn var mjög umdeildur og vegna staðfestingar hans í þinginu brutust út einar verstu óeirðir Íslandssögunnar, slagurinn á Austurvelli 30. mars. Í herverndarsamningnum frá 1951 er m.a. sagt: Þar sem Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnarleysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafsbandalagið farið þess á leit við Ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Íslandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði því, sem Norður-Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafssamningsins til að varðveita frið og öryggi á því svæði fyrir augum. Samningur sá, sem hér fer á eftir, hefur verið gerður samkvæmt þessum tilmælum. Samningur óttans Samkvæmt þessu virðast íslenskir ráðamenn hafa látið stjórnast af hræðslu við veröldina og átt erfitt að fóta sig í heimi þar sem kaldastríðið var í algleymingi. Því hafi þrýstingur Bandaríkjamanna um aðstöðu á Íslandi og tilboð þeirra um „varnir landsins“ fallið í góðan jarðveg í því óvissuástandi sem margir íslenskir ráðmenn fundi sig í. Nokkur skilyrði voru sett í upphafi og háð samþykki Íslands, s.s. hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu (húðlitur?) og hversu margir menn hafa setu á Íslandi. Í samningnum eru uppsagnarákvæði þar sem hvor ríkisstjórn getur hvenær sem er virkjað uppsagnarákvæði og þá getur hann fallið úr gildi eftir 18 mánuði. Þegar samningur þessi er gerður telja Íslenskir ráðamenn sig vera að semja við öfluga en þó fremur friðsama þjóð, BNA, og fela henni öryggi og varnir landsins. Það hefur þó aldrei farið milli mála að af hálfu BNA var fyrst og fremst verið að gæta að eigin hernaðarlegum hagsmunum. Samhliða gerð þessa samnings var því lýst yfir að „aldrei yrði á Íslandi erlendur her á friðartímum“. Þessi yfirlýsing reyndist marklaus, ósönn eins og margt annað tengt inngöngunni í NATO. Friðartímar runnu aldrei upp á árunum 1951 til 2006 samkvæmt skilgreiningu flestra íslenskra ráðamanna. En því ber að halda til haga að atvinnustarfsemi og gróðabrask tengd hersetunni skiptist frá upphafi milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og verður sennilega seint ofmetið hve mikilvægur hvati hermangið sem þessir stjórnmálaflokkar héldu verndarhendi yfir og nutu beint og óbeint góðs af, varð til að tryggja framhaldsvöl hersins á Íslandi þrátt fyrir heitstrengingar um annað. Enda fór herinn ekki fyrr en árið 2006 þegar Bandaríkjamenn sáu ekki lengur hag sinn í því að vera hér. Þá kom í ljós að hugtakið „friðartímar“ var túlkað í samræmi við bandaríska hagsmuni. Varnarsamningurinn við BNA var ekki traustari en svo að þeir einfaldlega fóru þegar það hentaði, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli íslenskra ráðamanna og margar heimsóknir þeirra í Hvíta húsið. Herstöð Bandaríkjanna á Miðnesheiði var lögð niður en lítið svæði skilgreint sem „íslenskt öryggissvæði“. Þeir sem trúðu yfirleitt á það að „varnarsamningurinn“ færði okkur öryggi, sátu þá upp með það að Íslendingar væru „varnarlausir“. En fjarvera bandaríska hersina breytti í raun engu um öryggi Íslands. Eina sjáanlega breytingin var að atvinnustigið á Suðurnesjum versnaði mjög um tíma. Nú, þegar stjórnvöld í Bandaríkjunum sýna óvenju grímulaust hverslags leikreglur þeir telja að ríkja skuli á okkar jörð, eða öllu heldur þeirra eigin leikreglur einar, koma íslenskir ráðmenn af fjöllum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar sem tjá sig um sambandið við BNA leggja áherslu á að „að fara varlega“ og „rasa ekki um ráð fram“. Alls ekki stugga við vininum í vestri og helst vona að hann muni ekki eftir okkur, þá lendum við mögulega í lægsta tollaflokki! En er það eitthvað nýtt, að Bandaríkin fari sínu fram hvar sem þeim þóknast? Í þeirri furðulegu nauðhyggju að halda að friður í heiminum sé best tryggður með áhrifum Bandaríkjanna er ekki úr vegi að skoða alþjóðlegan feril þeirra frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hinn alþjóðlegi arfur BNA Eitt er að gerast aðilar að NATO annað að gera sérstakan varnarsamning við Bandaríki Norður-Ameríku. Tölum aðeins um alþjóðlegan arf samningsaðilans, BNA. Fyrst er rétt að minna á Hiroshima og Nagasaki. Þar vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á borgaraleg skotmörk og drápu eða særðu um 300.000 saklausa borgara. Bandaríki Norður Ameríku eru eina þjóðin á okkar jörð sem beitt hefur kjarnorkusprengju í hernaði. Þetta var í ágústmánuði 1945. Við tók nokkurra ára hlé en næstu hernaðarátök Bandaríkjanna urðu í Kóreu. Þau átök stóðu í 3 ár, 1950 til 1953. Í Kóreustríðinu féllu 2,5 milljónir, um helmingurinn almennir borgarar. Næsta stríð Bandaríkjanna var svo Víetnamstríðið. Í stríðinu í Víetnam urðu Bandríkjamenn uppvísir að stríðsglæpum og margvíslegum brotum á alþjóðalögum. Víetnamstríðið kostaði 3-4 miljónir Víetnama lífið, 1,5-2 miljónir í Laos og Kambódíu og um 60.000 bandaríska hermenn. Stríðinu lauk endanlega 1975. Næstu stríðsátök BNA voru Persaflóastríðið 1990 sem leiddu til langvinnra efnahagsþvingana á hendur Írökum sem urðu þess valdandi að mörg hundruð þúsund manns létu lífið Írak. Á Afganistan var ráðist árið 2001 og lauk átökum í landinu ekki fyrr en 2021. Þá hrökkluðust herir Bandríkjamanna frá Afganistan með skottið milli lappanna. Drepnir voru allt að 140.000 almennir borgarar og um 40.000 hermenn féllu í valinn. Árið 2003 var ráðist á Írak á grundvelli upploginna ásakana um að þeir réðu yfir gjöreyðingarvopnum og því hættulegir heimsfriði. Öll heimsbyggðin fékk smám saman að vita að allt var þetta haugalygi. Íraksstríðið stóð í 8 ár. Átökin kostuðu að minnsta kosti um 655.000 manns lífið. Og nú síðast hafa Bandaríkjamenn gert loftárásir á Íran undir því yfirskini að koma þurfi í veg fyrir að Íranar þrói kjarnavopn. Það er kaldhæðnislegt að BNA skuli hafa stundað hernað gegn tveimur nágrönnum Írans, þ.e. Írak og Afganistan. Með árásunum á Íran er Þrenningin fullkomnuð og allt bendir til þess að afleiðingarnar séu allar á einn veg í ríkjunum þremur, eyðilegging og aftur eyðilegging.Fyrir utan þessi helstu stríðsátök BNA síðustu áratugi hafa stjórnvöld í Bandríkjunum stutt alþjóðlega öfgahópa og vígahópa víða um heim. Þá hafa þeir einnig stutt ógnarstjórnir s.s. í Indónesíu, Sádi Arabíu, Suður-Ameríku og einkarekin herlið víða um heim. Bandaríkin hafa rekið fangabúðir í Guantanamo fyrir utan lög og rétt frá árinu 2002. Þar hafa fangar verið í haldi árum og áratugum saman án löglegra réttarhalda, mannréttindi þeirra fótum troðin og sumir sendir í sérstakar fangabúðir í Evrópu þar sem pyntingum var beitt við yfirheyrslur. Guantanamobúðirnar og öll sú framkvæmd er vörðuð alvarlegum mannréttindabrotum og brotum á fjölmörgum alþjóðasamningum. Nú síðustu ár hafa Bandaríkjamenn stutt dyggilega og skilyrðislaust hryllilegt þjóðarmorð Ísraela í Palestínu. Til að kóróna þann stuðning hyggjast Bandaríkjamenn sölsa undir sig Gasasvæðið, reka Palestínumenn úr landi og breyta Gasaströnd í baðströnd! Bandaríkjamenn hyggjast einnig ná yfirráðum yfir Grænlandi og jafnvel Canada með góðu eða illu. Rökin fyrir því eru öryggishagsmunir BNA og í orði kveðnu alls heimsins! Mun öryggishagsmunagæsla BNA með yfirtöku sjálfstæðra ríkja, færast lengra í austur með tímanum? Getur verið að nokkur maður með réttu ráði trúi því að öryggi heimsins verði betur tryggt með þessum yfirgangi? Siðgæði og sómatilfinning? Margir íslenskir stjórnmálamenn halda því fram að Bandaríki norður Ameríka sé helsti útvörður hins frjálsa heims. Það má vera að sú staðhæfing hafi einhvern tíma verið nærri lagi en síðustu áratugi hefur stórveldið í vestri sýnt sig vera árásargjarnasta stórveldi sögunnar og er slóð þess á plánetunni Jörð undanfarna áratugi blóði drifin. Og á hátíðarstundum vilja margir stjórnmálamenn kalla þá „vinaþjóð“. Þessi barnalega óskhyggja um vinaþjóðina í vestri hefur einkennt afstöðu þorra íslenskra ráðamanna áratugum saman. Flestir hugsandi menn vita þó að stórveldi eiga engar „vinaþjóðir“ heldur aðeins sameiginlega hagsmuni og þá oftast tímabundið, að Gilitrutt er þjóðsaga og að jólasveinarnir búa ekki í Esjunni. Við höfum upp á síðkastið heyrt hugtakið „verðugur bandamaður“ notað þegar rætt hefur verið um framlag Íslands til NATO. Það hugtak hefur meðal annars verið notað til að leggja áherslu á skyldur okkar við þau hernaðarsamtök, til dæmis til að réttlæta vopnakaup vegna Úkraínu. En hvernig ætti lýðveldið Ísland að skilgreina „verðugan bandamann“? Í umræðum undanfarnar vikur um alþjóðamál talar núverandi utanríkisráðherra Íslands iðulega um Bandaríkin sem „vinaþjóð“ og „líkt þenkjandi þjóð“. Engin gagnrýni hefur komið fram frá forsætis -eða utanríkisráðherra vegna loftárása Bandaríkjahers á Íran. Sennilega telja ráðherrarnir þessar loftárásir „lögmætar“. Og formenn stjórnarflokkanna þriggja hafa ítrekað að „aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og varnarsamningur við Bandaríkin verði áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands“. Íslendingar vilja halda á lofti þeirri ímynd að við séum friðelskandi þjóð þar sem mannréttindi, jafnræði, þróað lýðræði, velferð, almenn menntun og almenn velsæld einkenni samfélagið. Þegar slík þjóð velur sér sérstakan bandamann er þá ekki eðlilegt að „verðugur bandamaður“ uppfylli sambærileg skilyrði? Þegar sjálfstæð þjóð gerir samning við stórveldi um „varnarsamstarf“ er þá óeðlilegt að gera siðferðilegar kröfur? Það vaknar auðveldlega spurningin hvort friðsöm þjóð, Íslendingar, geti réttlætt varnarsamning við stórveldi með svo blóðugan feril; stórveldi sem hiklaust brýtur Genfarsáttmálann, hunsar manréttindasáttmála SÞ, hefur verið staðið að stríðsglæpum víða um heim og brýtur ýmiss alþjóðalög hvenær sem það hentar þeirra hagsmunum. Er slíkt samfélag „verðugur bandamaður“? Er samningur við slíkt stórveldi siðferðilega réttlætanlegur? Eða er hugtakið siðferði ekki tækt þegar um er að ræða „varnir“ Íslands. Er sómatilfinning óþekkt hugtak hjá Íslenskum ráðamönnum þegar kemur að öryggissamstarfi við aðrar þjóðir? Höfundur er stjórnarmaður í VG.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar