Fótbolti

Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi

Aron Guðmundsson skrifar
Finnska landsliðið er vel meðvitað um ógnina sem stafar af Sveindísi Jane Jónsdóttur í leik liðanna á EM á morgun
Finnska landsliðið er vel meðvitað um ógnina sem stafar af Sveindísi Jane Jónsdóttur í leik liðanna á EM á morgun vísir/Anton

Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, segir sitt lið þurfa að passa sérstaklega upp á Sveindísi Jane Jónsdóttur í leiknum gegn Íslandi á EM í Sviss á morgun.

Ísland mætir Finnlandi í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í Thun á morgun og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma.

Marko, landsliðsþjálfari Finnlands sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrr í dag þar sem að undirritaður spurði hann hvaða leikmenn íslenska landsliðsins hans lið þyrfti að hafa mestar gætur á.

Marko Saloranta, landsliðsþjálfari Finnlands, á blaðamannafundi áðan.Vísir/Anton Brink

„Það eru margir leikmenn sem ber að varast í þessu íslenska liði. Það eru hraðir leikmenn í þessu liði og mikil ógn þegar að þær vinna boltann af andstæðingunum og geta sótt hratt í bakið á þeim.

Ef ég ætti að nefna einn leikmann í þessu íslenska liði þá myndi ég segja Sveindís Jane Jónsdóttir. frábær leikmaður og við þurfum að átta okkur á hennar gæðum. Þarna er eitt nafn fyrir þig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×