Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2025 23:00 Örlygur Hnefill, markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi, segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun að reyna að lokka til hafna sveitarfélagsins þau skipafélög sem eru innan vébanda AECO. Vísir/Stefán Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“ Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Norðurþing fór í sérstakt átak til að lokka til sinna hafna á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri skipafélög sem starfa innan vébanda AECO sem eru samtök minni leiðangursskipa á Norðurslóðum en til að vera meðlimur í samtökunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að umhverfisvernd og samfélagslegri ábyrgð. Félögin gera út á öðruvísi ferðamennsku og vilja taka þátt í þeim samfélögum sem heimsótt eru. Örlygur Hnefill Örlygsson er markaðsstjóri hafna Norðurþings. „Farþegar þessara skipa eru líka að sækjast eftir annars konar upplifun, þetta er ekki þessi risastóru 3-4 þúsund manna skip. Þetta eru minni hópar, þau eru að sækjast eftir því að koma á minni staði fyrir vikið og þetta hefur bara gengið rosalega vel, við höfum verið að bæta við okkur og erum ein af fáum höfnum sem erum að bæta við okkur á milli ára.“ Sem sé mikið afrek í ljósi breytinga á greininni. „Það er búið að koma mikið af nýjum gjöldum og nýjum reglum með stuttum fyrirvara sem hefur gert það að verkum að margar hafnir eru að tapa töluvert núna. Við erum að bæta við okkur fimm skipum hér á Húsavík á milli ára og erum að bæta við okkur fimm skipum á Raufarhöfn þar sem var ekkert skip áður sem gleður okkur mikið og samfélagið hérna er ánægt með þetta. Fólk er ánægt með að fá litlu skipin. Þetta er annars konar ferðamennska, ekki þessi massi og þetta er það sem við erum að sækjast eftir.“ Þessi minni skip hafi gríðarlega þýðingu fyrir sveitarfélagið og lífgi upp á efnahaginn. „Við finnum það bara hjá söfnum, verslunum og upp að vissu marki veitingahúsunum líka að þetta er ferðamennska sem skiptir máli. Það sem þetta gerir líka svo gott er að fólk sem kemur í svona stutt stopp, einn dag eða yfir nótt, það langar að koma aftur. Við sjáum á mælingum hér að fólk kemur aftur til Húsavíkur sem hefur haft snertingu við bæinn í gegnum skip áður.“ Örlygur varar við því að stjórnvöld geri miklar og skyndilegar breytingar á umgjörð ferðaþjónustu. „Þessi skip, sérstaklega sem eru á hringsiglingunni skipta bara landsbyggðirnar bara mjög miklu máli. Þetta er stór hluti af okkar ferðaþjónustu og sérstaklega á stöðum eins og Húsavík sem er ekki á hringveginum. Það eflir okkur enn frekar að fá þessi litlu skip til okkar.“
Ferðaþjónusta Norðurþing Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20. júní 2025 11:20