Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 12:28 Blævængurinn kom í góðar þarfir í Retiro-garðinum í miðborg Madridar á Spáni í hitanum þar í gær. AP/Paul White Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent