Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar 30. júní 2025 07:33 Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Pólitískt raunsæi varðar skilgreiningu ríkisvalds. – Í hverju felst vald ríkisins? Samkvæmt raunsæiskenningu Carl Schmitt liggur ríkisvald í getu ríkisins til að tilgreina óvin ríkis og þjóðar. Gengið er að hernaðarmætti ríkisins í þessu tilliti sem vísum; óvinur verður ekki tilgreindur nema fyrir liggi hernaðarstyrkur til mótvægis honum. Hið pólitíska svið afhjúpar óvin ríkis og þjóðar í krafti valds síns til að takast á við hann. Í skilningi Schmitt má afmarka hið pólitíska innan valds þess sem ákvarðar hver óvinurinn skyldi vera. Þetta er vald ríkisins. Óvinurinn er opinber, þar sem ríkisvaldið auðkennir hann. Hér er hið pólitíska skilið í ljósi greinarmunar á vini og óvini. Í siðfræði er greint á milli réttrar og rangrar breytni; í fagurfræði á milli hins fagra og ljóta. Hvað snertir hið pólitíska er greint á milli vinar og óvinar. Sá greinarmunur einkennir hið pólitíska. Óvinurinn þarf ekki að vera illur eða ljótur. Hann er þó fráhverfur þjóðinni og stendur gegn henni. Eins og Schmitt (1932) ræðir í kveri sínu Merkinghins pólitíska (Der Begriff des Politischen) er stríði ætlað að grafa undan óvini þjóðarinnar. Hann ógnar tilvist hennar. Stríð, sem háð er gegn óvini þjóðarinnar, miðar að því að tortíma honum. Þjóðin er í slíkum aðstæðum varin á þeim forsendum að óvinur hennar fái ekki þrifist. Óvinur kann að þrífast utan þjóðar eða innan. Í borgarastyrjöld er staðið frammi fyrir óvini hið innra, þar sem ríkið skortir vald til að bera kennsl á óvin að utan, sökum innri átaka. Í þessu samhengi liggur valdið ekki hjá ríkinu heldur pólitískum flokki eða hreyfingu. Þá er pólitískur andstæðingur álitinn óvinur og er hann meðal þjóðarinnar. Íslenska ríkið rekur ekki sjálfstæðan her. Það hefur því í sjálfu sér ekki burði til að skilgreina óvin að utan. Ríkið er í þessu tilliti háð hernaðarbandalagi. Á kalda stríðs árunum voru Sovétríkin skilgreind sem óvinur aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, Íslands þar á meðal. Eitt helsta dæmi þess að íslenska ríkið hafi tekið þátt í að tilgreina óvin, – Írak undir stjórn Saddam Hussein, – er sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrá Ísland á lista hinna viljugu þjóða í Persaflóastríðinu hinu síðara, þar sem samkomulag lá raunar ekki fyrir innan Atlantshafsbandalagsins þar að lútandi. Aftur á móti er saga Íslands einkar nærtæk þar sem óvinur birtist í samhengi borgarastyrjaldar eða átaka höfðingjaætta í millum. Á Sturlungaöld liggur tilvist ættarinnar undir og er óvinur af öðru goðorði. Á fundi leiðtoga í Haag (24.-25. júní, 2025) staðfesti Atlantshafsbandalagið Rússland sem langtíma ógn gegn aðildarríkjum bandalagsins. Utanríkisstefna Íslands nægir ekki ein og sér til að móta slíka stefnu fyrir landið. Óvinurinn er tilgreindur í skjóli þess hernaðarstyrks, sem bandalagið er reist á. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur íslenska ríkisins við Bandaríkin er sú stoð, sem gerir ríkinu kleift að bera kennsl á óvin að utan. Tilvist þjóðarinnar er með þessum hætti bundin pólitísku valdi yfir þjóðinni sjálfri. Í þessu ljósi má segja að utanríkisstefna Íslands sé í grunninn mótuð af einskæru raunsæi. Ríkið eða þjóðin sem slík segir ekki til um hver ógnar tilvist hennar, heldur yfirþjóðleg öfl, sem hafa burði til að vernda landið gegn tiltekinni ógn. Íslenska ríkið er vanmáttugt, þegar kemur að því að vernda sjálfa þjóðina. Vald þess skyldi helst felast í því að varðveita þau bandalög sem fyrir liggja og stuðla að styrkari stoðum til framtíðar. Höfundur er heimspekingur. Heimild: Schmitt, C. (1932). Der Begriff des Politischen (2. útg.). Duncker & Humblot.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun