Hitamet slegið á Spáni um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:34 Myndin er tekin í Portúgal við Tagus ána í Lissabon. Vísir/EPA Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð. Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð.
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira