Hitamet slegið á Spáni um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:34 Myndin er tekin í Portúgal við Tagus ána í Lissabon. Vísir/EPA Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð. Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð.
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira