Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 19:21 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“ Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira