Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. júní 2025 15:02 Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson ræddu varnarmál á Sprengisandi í morgun ásamt Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi. Vísir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur. Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur.
Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira