Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 29. júní 2025 15:02 Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson ræddu varnarmál á Sprengisandi í morgun ásamt Erlingi Erlingssyni hernaðarsagnfræðingi. Vísir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur. Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Aðildarríki Atlandshafsbandalagsins samþykktu á leiðtogafundi í síðustu viku að stórauka fjárveitingar til varnarmála, en Svandís segir Ísland með þátttöku sinni sýna algjöra fylgispekt við stór skref í vígvæðingu í heiminum. Stefnubreyting án lýðræðislegrar umræðu „Þetta stóra skref sem að NATO tekur á fundinum, sem að felur í raun og veru í sér ekki bara aukningu heldur í raun stefnubreytingu, og fyrir Ísland, að færa sig úr 13,6 milljörðum upp í 70, í framlögum til svokallaðra varnarmála, án opinberrar umræðu, og án í raun og veru tillöguflutnings í þinginu, er í hæsta máta varhugavert myndi ég segja bara út frá lýðræðislegum sjónarmiðum,“ sagði Svandís Svavars á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þá sagði Svandís að nauðsynlegt væri að eiga opið lýðræðislegt samtal um stefnubreytingu í varnarmálum og mikilvægt væri að rödd Vinstri grænna væri við borðið. „Það er mikilvægt að sá hluti kjósenda sem eru yfir tíu prósent, milli tíu og fimmtán prósent kjósenda sem eiga ekki rödd á þinginu í dag, finni sér farveg inn í þá umræðu sem framundan er. Ég vonast til þess að það gefist einhvers staðar smuga í þinglokaumræðum að koma því sjónarmiði að, að það sé gott og mikilvægt að rödd Vinstri grænna sé við borðið,“ sagði Svandís. Framlög fari í innviðauppbyggingu Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO þingsins bendir á að framlög Íslands muni meðal annars fara í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Öryggisumhverfið í Evrópu hafi gjörbreyst í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands inn í Úkraínu. Til að mynda hafi Svíar og Finnar breytt áratugalangri stefnu sinni með því að ganga í Atlantshafsbandalagið. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi ef við tölum bara mannamál, að mjög mörg nánustu vina- og bandalagsríki okkar í Evrópu eru að búa sig undir mögulegt stríð, með auknum útgjöldum, með því að kalla fleiri í heri sinna landa.“ „Inn í þetta blandast svo gríðarlega mikil óvissa sem tengist stefnu Bandaríkjanna sem hefur verið hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu,“ sagði Dagur. Engum finnist skemmtilegt að eyða stórfé í öryggis- og varnarmál Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur bendir á að þrátt fyrir áætlanir um stóraukin útgjöld Íslands til varnartengdra verkefna á næstu tíu árum, sé Ísland að fjárfesta mun minna en önnur ríki. „Það finnst engum skemmtilegt að eyða stórfé í hermál, öryggis- og varnarmál, en það er mat allra þessara Evrópuríkja, okkar grannríkja og frændþjóða á Norðurlöndunum að það sé rík ástæða til þess á meðan við ákveðum að vera í NATO og að NATO tryggi öryggi okkar á Íslandi.“ „Nota bene verður að fylgja sögunni að þegar við erum að tala um þessi 1,5 prósent framlög okkar, þá ætlum við okkur ennþá að hafa öryggi okkar tryggt af bandalagsríkjum með miklu meiri kostnaði hlutfallslega heldur en við ætlum að leggja til,“ segir Erlingur.
Vinstri græn Sprengisandur Bylgjan Öryggis- og varnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira