Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. júní 2025 14:32 Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar 2. umræða stendur yfir á Alþingi um frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga blasir við staðreynd sem ætti að vekja athygli allra skattgreiðenda. Ríkisstjórnin ætlar að setja sveitarfélögum skilyrði: Annað hvort hækkið þið skatta á laun íbúanna ykkar í hæsta mögulega útsvar skv. lögum eða sætið skerðingum á framlögum úr Jöfnunarsjóði. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að ef sveitarfélög voga sér að lækka útsvar á íbúana sína þá þurfa þau að greiða aðra krónu til annarra sveitarfélaga á móti. Fyrir sveitarfélag eins og Kópavog sem er samtals u.þ.b. 110 milljónum undir hámarksútsvari kostar sú „eftirgjöf skatta“ sveitarfélagið 220 milljónir króna. Það gefur því auga leið að með þessum lögum er í reynd verið að þvinga sveitarfélög í hámarkið - í eitt ríkisútsvar. Þungt högg fyrir íbúa í Suðvesturkjördæmi Þetta mál er því miður enn ein skattahækkun ríkisstjórnarinnar – og óumdeilanlega beinist hún beint að venjulegu launafólki. Alls eru um það bil 84 þúsund íbúar víðs vegar um landið sem búa í sveitarfélögum sem hafa ákveðið að innheimta ekki hámarksútsvar en yfir 90% þeirra sem verða fyrir áhrifum af skattahækkuninni búa í Suðvesturkjördæmi. Og hvað þýðir þetta nákvæmlega? Ef við skoðum t.d. hjón með 17 ára ungling í Kjósarhrepp nemur skattahækkunin á fjölskylduna ríflega 121 þúsund krónum á ári ákveði sveitarfélagið að leggja á hámarksútsvar frá því sem nú er. Ef þau byggju á Seltjarnarnesi munar 126 þúsund krónum á ári á álögðu útsvari og því sem vinstristjórnin vill nú þvinga sveitarfélagið í. Væru þau í Garðabæ sparar fjölskyldan sér 72 þúsund krónur á ári m.v. að lagt væri á hámarksútsvar. Þessir útreikningar miðast við útsvarsstofn þessara sveitarfélaga deilt jafnt á skattgreiðendur sveitarfélagsins en geta auðvitað verið breytilegir eftir tekjum fólks. Reikna mætti þetta líka fyrir íbúa í Kópavogi og Hafnarfirði sem verða fyrir áhrifum af þessari skattahækkun en þar eru áhrifin minni en hjá þessum sveitarfélögum sem tekin eru dæmi af hér að ofan. Að sama skapi mætti líka taka dæmi af sveitarfélögum utan Suðvesturkjördæmis en í Tjörneshreppi munar um 200 þúsund krónum á ári á hvern launamann að meðaltali á álögðu og vannýttu útsvari. Því getur hér verið um að ræða verulegar fjárhæðir fyrir almenning. Skattahækkun á almenning Í aðdraganda síðustu kosninga margítrekuðu forystumenn ríkisstjórnarflokkana að stefna þeirra væri skýr – að skattar yrðu ekki hækkaðir á venjulegt launafólk. En annað hefur komið á daginn. Hér er skattbyrði allra tekjuhópa aukin. Ekki með beinni lagasetningu um hærra útsvar, heldur með því að búa til kerfi sem þvingar í reynd sveitarfélögin til að gera það fyrir sig. Það er þó ekki öll von úti. Við höfum lagt fram breytingartillögu á frumvarpinu sem felur í sér að fellt verði út ákvæðið sem refsar sveitarfélögum fyrir að hámarka ekki útsvarið. Margar þeirra breytinga sem boðaðar eru í frumvarpinu, þar sem setja á í fyrsta sinn heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eru góðar. Þess vegna er það von mín að ríkisstjórnarflokkarnir sjái að sér í þessu máli og samþykki breytingartillögu minnihlutans um að falla frá enn einni skattahækkun. Því annars verður það hinn venjulegi íbúi uppi með reikninginn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun