„Þurfum að huga að forvörnum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 12:05 Alma Möller segir löggjöfina setta fram til að vernda börn og ungmenni. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira