Áfram frestað meðan formenn funda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 15:37 Þingmenn bíða þess að komast í sumarfrí eins og fleiri landsmenn. vísir/Anton Brink Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30. Alþingi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld hélt áfram í gærkvöldi milli þess sem gert var hlé fyrir þingflokksformenn sem funduðu um þinglok. Ekkert samkomulag náðist um þinglokin í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingflokksformenn fundað áfram eftir hádegi í dag. Fundi var frestað til 15:10 vegna fundarins og aftur til 16:45. Næst á dagskrá þingfundar er framhald á annarri umræðu um breytingu á veiðigjöldunum sem stjórnarflokkarnir vilja síður að frestist fram á haust. Fleiri mál er undir og má þar nefna bókun 35 við EES-samninginn sem Miðflokkurinn, einn flokka, leggst alfarið gegn. Þá má nefna almannatryggingafrumvarpið, baráttumál Flokks fólksins, um að laun elli- og örorkulífeyrisþega hækki samkvæmt launavísitölu sem ætlað er að stöðva kjaragliðnun. Stjórnarandstaðan leggst alfarið gegn samþykkt frumvarpsins. „Þingfundum í gærkvöldi var frestað vegna þess að þingflokksformenn sátu og funduðu í allt gærkvöld og það verður framhald af fundarhöldum forsvarsmanna í dag,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis um stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það eru örugglega einhverjir tugir þingmála sem að bíða afgreiðslu. Sem að hafa verið afgreidd úr nefndum og hægt er að ljúka á þessu þingi ef vilji er til.“ Enn væri ekkert hægt að segja um hvenær þingstörfum lyki. „Umræðan hefur vissulega verið mjög löng en við erum á þeim stað í þingstörfunum að öll eru meðvituð um það að það þarf að komast samningum og samkomulagi um þinglokin og það er vonandi það sem að gerist núna bráðlega. Samtölin eru í gangi og það er verið að funda og því lýkur þegar því líkur.“ Uppfært klukkan 16:45: Þingfundi hefur aftur verið frestað, nú til 17:30.
Alþingi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira