Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 27. júní 2025 06:30 Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar