Listnám er lífsbjörg – opið bréf til ráðherra mennta, félags og heilbrigðismála, til stuðnings Söngskóla Sigurðar Demetz Dagbjört Andrésdóttir skrifar 27. júní 2025 06:01 Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þessar línur eru ritaðar til stuðnings kennara, nemenda og starfsfólks Söngskóla Sigurðar Demetz. Ég útskrifaðist þaðan með burtfararpróf vorið 2023 og á skólinn ásamt nemendum og kennurum, því sérstakan stað í hjarta minu. Þar fékk ég nefnilega að rækta hæfileika mína og stunda söngnám á mínum forsendum, en ég glimi við lögblindu og er með hreyfihömlun. Ég fékk að vera ég sjálf og stunda mitt nám án þess að slegið væri af kröfum. Vegna minna áskorana er nánast hægt að fullyrða að ég hefði ekki komist þetta langt í öðrum skóla, sérstaklega á efri stigum námsins. Sú sorglega staðreynd að ríkið komi ekki til móts við skólann, svo hægt sé að standa undir umsömdum launahækkunum kennara við síðustu kjarasamninga er vægast sagt hræðileg. Nýjustu fréttir um að skólinn þurfi að selja ómetanlegan flygil, sem áður var í eigu tónskáldsins Jórunnar Viðar, til að lifa sumarið af, eru svo fáránlegar að mig skortir orð. Nú finnst eflaust einhverjum fullsterkt til orða tekið að segja að listnám sé lífsbjörg, en í mínu tilfelli er það hrein staðreynd. Ég hefði aldrei komist á eins góðan stað og í dag í lífinu ef ekki væri fyrir skólann, námið og dýrmæta vini. Það er einfaldlega ómögulegt til þess að hugsa að það sé raunverulega möguleiki á að skólinn þurfi að hætta starfsemi sinni. Staða skólans ( og ef út í það er farið, staða listnáms á Íslandi yfir höfuð), er orðin ískyggilega slæm. Samt sjáum við fréttir af væntanlegri stofnun þjóðaróperu og umræðu um eflingu menningarlífs í landinu. Hvaðan komum við söngvararnir? Ekki af trjánum, það eitt er víst. Einhverstaðar þarf jú að vera hægt að læra. Og hvort sem við glímum við hverskonar áskoranir eður ei, hvort sem við stefnum á feril í listgrein okkar eða ekki, þá eigum við öll rétt á listnámi. Á okkar eigin forsendum. Að ekki sé talað um hve mikið við þurfum á listinni að halda í lífinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun