„Áskorunin er úrræðaleysið“ Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. júní 2025 19:57 Mest fjölgaði tilkynningum til barna vegna fíkniefnanotkunar. Getty Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“ Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Tilkynningum fjölgaði um nærri tíu prósent á landinu öllu (LUS) en á síðasta ári bárust nærri sjö þúsund tilkynningar um vanrækslu, rúmlega fjögur þúsund um ofbeldi og hátt í sex þúsund um áhættuhegðun barna. Mest er fjölgunin er varðar neyslu barna á vímuefnum. Tilkynningunum fjölgaði hlutfallslega mest í Reykjavík eða um þrettán prósent. Þar er um að ræða um 6.100 tilkynninga sem varða 2.600 börn, að sögn barnaverndar. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í kvöldfréttum Sýnar að skýringin á þessari fjölgun væri margþætt, en aðallega fjölgun íbúa. Auk þess hefði samfélagsgerðin í Reykjavík tekið breytingum; nú búi þar fjölbeyttari hópur með flóknari félagslegar þarfir. Þá benti hún einnig á húsnæðisskort. „Hvað ofbeldi varðar þá auðvitað hefur beiting ofbeldis aukist þvert yfir samfélagið,“ segir hún og bendir á að vandi ungemenna með fjölþættan vanda hafi aukist mjög mikið. „Áskorunin er úrræðaleysið,“ segir hún og nefnir að fjöldi úrræða hafi ekki aukist í takt við þá fjölgunina.„Fjöldi og fjölbreytni þeirra úrræða sem barnaverndarkerfið hefur yfir að ráða hefur ekki haldist í hendur við þessa aukningu.“ Þyrí Halla Steingrímsdóttir skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir margt skýra aukinguna á tilkynningum.Vísir/Lillý Henni segist hafa brugðið þegar Guðmundur Ingi Kristinsson barnamálaráðherra hafi lýst því í samtali við mbl.is í lok maí að málaflokkurinn væri „góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætir hún við. „Úrræðaleysið er mjög mikið og það er vandi sem við kljáumst við á hverjum degi.“
Barnavernd Fíkniefnabrot Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira