„Þegar arkitektinn fer á flug“ - opinber umræða á villigötum Eyrún Arnarsdóttir skrifar 26. júní 2025 17:02 Í opinberri umræðu undanfarið hefur borið á því að fagurfræði bygginga sé sett undir smásjá með þeim rökum að hún feli í sér óhóflegar kröfur arkitekta sem leiði til þess að gæði fari halloka eða að kostnaður fari fram úr áætlunum. Þessi nálgun byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta. Fagurfræði hluti af gæðum bygginga og umhverfis Krafa um að bygging sé fögur gengur ekki gegn öðrum nauðsynlegum þáttum eins og gæðum, hagkvæmni eða tæknilegum lausnum. Þvert á móti er það svo að fegurð er órjúfanlegur hluti góðs arkitektúrs – og þar með gæði. Opinberir verkkaupar, sem gegna mikilvægu hlutverki í mótun byggðs umhverfis almennings, ættu að gera skýlausa kröfu um úrvals fagurfræði, samhliða öðrum gæðum. Slíkt skilar sér ekki aðeins í betri byggingum heldur einnig í auknum samfélagslegum árangri til lengri tíma. Það er alltaf hægt að deila um fegurð en í þessari orðræðu er frekar átt við líðan fólks og upplifun. Það skiptir máli hvernig fólki líður í þeim byggingum sem það ver tíma sínum í, hvort sem það er á heimili, vinnustað, í skóla eða á hjúkrunarheimili. Rannsóknir frá Norðurlöndunum sýna ótvírætt að góður arkitektúr getur stuðlað að bættri líðan. Nefna má dæmi um bættan námsárangur í skólum og minni notkun róandi lyfja og færri inngrip til að stöðva skaðlega hegðun fólks með geðrænan vanda sem dvelur á spítala. Landslagsarkitektúr er ekki síður mikilvægur í þessu tilliti. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks. Vel hannað útirými getur bætt lýðheilsu og styrkt tengsl okkar við náttúruna. Því er mikilvægt að landslagsarkitektar taki virkan þátt í þróun byggða og hönnun mannvirkja frá fyrstu stigum. Umhverfið skiptir máli og mikilvægt er að gera ráð fyrir skipulögðum grænum svæðum og náttúrulegu umhverfi í kringum byggingar. Með aðkomu landslagsarkitekta í upphafi verkefna tryggjum við ekki einungis aðgengi fólks að grænum svæðum heldur stuðlum um leið að endurheimt og aukningu líffræðilegrar fjölbreytni. Fagurfræðileg gæði í hönnun bygginga og landslags er ekki aukaatriði heldur lykilbreyta sem hefur mælanleg áhrif. Umhverfi sem styður við heilsu og vellíðan fólks skilar bæði samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi. Samræmd aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana Samvinna ólíkra aðila sem koma að uppbyggingu mannvirkja, s.s. verkkaupa, arkitekta, verkfræðinga og verktaka, stuðlar að auknum gæðum. Aukið samtal og virðing fyrir ólíkum sjónarhornum styrkir verkefnin og dregur úr hættu á mistökum. Sífellt oftar má sjá að þegar upp koma ágallar á mannvirkjum eða kostnaðaráætlanir standast ekki, beinist gagnrýnin í opinberri umræðu fyrst og fremst að „arkitektinum sem fór á flug“. Oftar en ekki dregur slíkur málflutningur athyglina frá raunverulegum orsökum ágallanna sem eykur á upplýsingaóreiðu og er til þess fallinn að rýra traust á greinina í heild sinni. Sérstaklega bagalegt er að sjá fulltrúa opinberra verkkaupa eða stjórnmálafólk, sem geta í krafti stöðu sinnar haft mikil áhrif á þróun greinarinnar, ýta undir slíkan málflutning. Kostnaðaráætlanir eru mikilvægt tól við ákvarðanatöku í byggingar- og mannvirkjagerð. Markmið þeirra er að áætla raunhæfan heildarkostnað verkefnis og styðja þannig þá ákvörðun hvort eigi að ráðast í verkefnið. Kostnaðaráætlun verður þó aldrei betri en þær upplýsingar sem liggja til grundvallar hverju sinni og því þarf að gera ráð fyrir mismikilli óvissu við gerð áætlana. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að verkefni fari fram úr kostnaðaráætlun ef ófullnægjandi upplýsingar hafa verið til staðar um umfang verkefnis. Í slíkum tilvikum þarf að vera ljóst hversu mikil vikmörkin eru á væntum endanlegum kostnaði verkefnis og taka ákvörðun út frá því. Hér á landi hefur skort samræmd vinnubrögð við útfærslu kostnaðaráætlana, bæði hjá opinberum aðilum og á almennum markaði. Til að bregðast við því tóku Samtök arkitektastofa, Félag ráðgjafarverkfræðinga og Mannvirki – félag verktaka höndum saman og unnu einfalda samræmda aðferðafræði við gerð kostnaðaráætlana. Aðferðafræðin byggir á sömu hugmyndafræði og notast er við hjá American Association of Cost Engineers (AACE) en sú aðferðafræði er tilvalin í stærri verkefnum. Samtökin hvetja verkkaupa til að kynna sér gögnin og aðferðafræðina á www.kostnadur.is Vinnum saman Aukin samvinna og virðing fyrir þekkingu hvers og eins, hvort sem það eru arkitektar, verkfræðingar, verktakar eða verkkaupar, er lykillinn að auknum gæðum og nýsköpun í mannvirkjagerð. Góður arkitektúr er ekki skraut heldur lykilþáttur í að skapa heilnæmt, sjálfbært og samkeppnishæft samfélag. Það er brýnt að verkkaupar átti sig á þessu og taki, í gegnum sín innkaup, virkan þátt í að móta og þróa nýjar lausnir í byggingariðnaði sem sameina fagurfræði, gæði og framsýni. Höfundur er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins fyrir m.a. Samtök arkitektastofa, SAMARK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Arkitektúr Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hefur borið á því að fagurfræði bygginga sé sett undir smásjá með þeim rökum að hún feli í sér óhóflegar kröfur arkitekta sem leiði til þess að gæði fari halloka eða að kostnaður fari fram úr áætlunum. Þessi nálgun byggir á misskilningi sem þarf að leiðrétta. Fagurfræði hluti af gæðum bygginga og umhverfis Krafa um að bygging sé fögur gengur ekki gegn öðrum nauðsynlegum þáttum eins og gæðum, hagkvæmni eða tæknilegum lausnum. Þvert á móti er það svo að fegurð er órjúfanlegur hluti góðs arkitektúrs – og þar með gæði. Opinberir verkkaupar, sem gegna mikilvægu hlutverki í mótun byggðs umhverfis almennings, ættu að gera skýlausa kröfu um úrvals fagurfræði, samhliða öðrum gæðum. Slíkt skilar sér ekki aðeins í betri byggingum heldur einnig í auknum samfélagslegum árangri til lengri tíma. Það er alltaf hægt að deila um fegurð en í þessari orðræðu er frekar átt við líðan fólks og upplifun. Það skiptir máli hvernig fólki líður í þeim byggingum sem það ver tíma sínum í, hvort sem það er á heimili, vinnustað, í skóla eða á hjúkrunarheimili. Rannsóknir frá Norðurlöndunum sýna ótvírætt að góður arkitektúr getur stuðlað að bættri líðan. Nefna má dæmi um bættan námsárangur í skólum og minni notkun róandi lyfja og færri inngrip til að stöðva skaðlega hegðun fólks með geðrænan vanda sem dvelur á spítala. Landslagsarkitektúr er ekki síður mikilvægur í þessu tilliti. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á að náttúran hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks. Vel hannað útirými getur bætt lýðheilsu og styrkt tengsl okkar við náttúruna. Því er mikilvægt að landslagsarkitektar taki virkan þátt í þróun byggða og hönnun mannvirkja frá fyrstu stigum. Umhverfið skiptir máli og mikilvægt er að gera ráð fyrir skipulögðum grænum svæðum og náttúrulegu umhverfi í kringum byggingar. Með aðkomu landslagsarkitekta í upphafi verkefna tryggjum við ekki einungis aðgengi fólks að grænum svæðum heldur stuðlum um leið að endurheimt og aukningu líffræðilegrar fjölbreytni. Fagurfræðileg gæði í hönnun bygginga og landslags er ekki aukaatriði heldur lykilbreyta sem hefur mælanleg áhrif. Umhverfi sem styður við heilsu og vellíðan fólks skilar bæði samfélagslegum og efnahagslegum ávinningi. Samræmd aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana Samvinna ólíkra aðila sem koma að uppbyggingu mannvirkja, s.s. verkkaupa, arkitekta, verkfræðinga og verktaka, stuðlar að auknum gæðum. Aukið samtal og virðing fyrir ólíkum sjónarhornum styrkir verkefnin og dregur úr hættu á mistökum. Sífellt oftar má sjá að þegar upp koma ágallar á mannvirkjum eða kostnaðaráætlanir standast ekki, beinist gagnrýnin í opinberri umræðu fyrst og fremst að „arkitektinum sem fór á flug“. Oftar en ekki dregur slíkur málflutningur athyglina frá raunverulegum orsökum ágallanna sem eykur á upplýsingaóreiðu og er til þess fallinn að rýra traust á greinina í heild sinni. Sérstaklega bagalegt er að sjá fulltrúa opinberra verkkaupa eða stjórnmálafólk, sem geta í krafti stöðu sinnar haft mikil áhrif á þróun greinarinnar, ýta undir slíkan málflutning. Kostnaðaráætlanir eru mikilvægt tól við ákvarðanatöku í byggingar- og mannvirkjagerð. Markmið þeirra er að áætla raunhæfan heildarkostnað verkefnis og styðja þannig þá ákvörðun hvort eigi að ráðast í verkefnið. Kostnaðaráætlun verður þó aldrei betri en þær upplýsingar sem liggja til grundvallar hverju sinni og því þarf að gera ráð fyrir mismikilli óvissu við gerð áætlana. Þar af leiðandi er ekki óeðlilegt að verkefni fari fram úr kostnaðaráætlun ef ófullnægjandi upplýsingar hafa verið til staðar um umfang verkefnis. Í slíkum tilvikum þarf að vera ljóst hversu mikil vikmörkin eru á væntum endanlegum kostnaði verkefnis og taka ákvörðun út frá því. Hér á landi hefur skort samræmd vinnubrögð við útfærslu kostnaðaráætlana, bæði hjá opinberum aðilum og á almennum markaði. Til að bregðast við því tóku Samtök arkitektastofa, Félag ráðgjafarverkfræðinga og Mannvirki – félag verktaka höndum saman og unnu einfalda samræmda aðferðafræði við gerð kostnaðaráætlana. Aðferðafræðin byggir á sömu hugmyndafræði og notast er við hjá American Association of Cost Engineers (AACE) en sú aðferðafræði er tilvalin í stærri verkefnum. Samtökin hvetja verkkaupa til að kynna sér gögnin og aðferðafræðina á www.kostnadur.is Vinnum saman Aukin samvinna og virðing fyrir þekkingu hvers og eins, hvort sem það eru arkitektar, verkfræðingar, verktakar eða verkkaupar, er lykillinn að auknum gæðum og nýsköpun í mannvirkjagerð. Góður arkitektúr er ekki skraut heldur lykilþáttur í að skapa heilnæmt, sjálfbært og samkeppnishæft samfélag. Það er brýnt að verkkaupar átti sig á þessu og taki, í gegnum sín innkaup, virkan þátt í að móta og þróa nýjar lausnir í byggingariðnaði sem sameina fagurfræði, gæði og framsýni. Höfundur er viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins fyrir m.a. Samtök arkitektastofa, SAMARK.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar