Þyngdi dóm fyrir tilraun til manndráps Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 15:17 Landsréttur þyngdi dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni sem braust inn á heimili í Hafnarfirði á aðfangadag 2023 og skaut úr skammbyssu. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp fimm ára dóm yfir Ásgeiri í júní í fyrra fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Tveir aðrir voru dæmdir fyrir að aðstoða Ásgeir, annar þeirra m.a. fyrir að brjótast inn með honum og hinn fyrir að aka þeim til og frá vettvangi. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar tveimur vikum eftir að dómur féll í héraði. Ákæruvaldið krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en hinir ákærðu að refsing þeirra yrði milduð eða þeir sýknaðir. Í dómi Landsréttar er fallist á að það hefði verið hending ein að skotin hæfðu ekki brotaþola. Einnig segir að Ásgeiri hafi hlotið að vera ljóst að lífshættulegt sé að skjóta sex skotum úr skammbyssu í átt að fólki af stuttu færi, án neinnar vissu um hvar skotin lendi. Því hafi Ásgeiri hlotið að gera sér grein fyrir því að bani gæti hlotist af háttsemi hans. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu Ásgeirs fyrir tilraun til manndráps gagnvart feðginunum, hættubrot gagnvart öðrum tveimur brotaþolum og vopnalagabrot. Var dómurinn yfir Ásgeiri þyngdur úr fimm árum í sex. Þá staðfesti Landsréttur þrjátíu mánaða fangelsisdóm yfir karlmanninum sem tók þátt í árásinni og eins árs skilorðsbundinn dóm yfir átján ára pilti sem ók árásarmönnunum á vettvang. Ákæru um húsbrot var vísað frá dómi. Árásarmennirnir voru dæmdir til að greiða feðginunum samtals fjórar og hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira