Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 11:22 Lögregla bendir fólki á að skrá sig einungis inn á rafræn skilríki ef það veit hvaðan beiðnin kemur. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is. Netglæpir Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is.
Netglæpir Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira