Hvernig hljómar 100.000 kr. mánaðarlegur samgöngustyrkur? Valur Elli Valsson skrifar 25. júní 2025 12:30 Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Myndu samgönguvenjur á höfuðborgarsvæðinu líta öðruvísi út ef vinnustaðir myndu bjóða starfsfólki sínu upp á 100.000 kr. samgöngustyrk mánaðarlega fyrir að mæta til vinnu með vistvænum hætti? Já, alveg örugglega. Fjárhagslegur hvati upp á 100.000 kr. á mánuði getur vegið ansi þungt þegar kemur að vali fólks á fararmáta, og þættir eins og áreiðanleiki, ferðatími, þægindi, og aðgengi yrðu líklega aukaatriði í þeim samanburði. Í dag nema skattleysismörk á samgöngustyrkjum fyrirtækja 132.000 kr. á ári (eða 11.000 kr. á mánuði). Vinnustöðum er þó heimilt að veita hærri samgöngustyrki en því sem nemur 11.000 kr. á mánuði, en sá hluti samgöngustyrkja yrði skattlagður. Þessi skattleysismörk hafa þó myndað þak á það hversu háa samgöngustyrki vinnustaðir veita starfsmönnum sínum. Í nýlega afstöðnu meistaraverkefni mínu kom það í ljós að vinnustöðum dettur nánast ekki í hug að veita styrki umfram þessi skattleysismörk, en á sama tíma upplifir stór hluti starfsfólks það að upphæð samgöngustyrkja sé ekki nógu há til að hafa áhrif á hegðun þeirra. En hver yrðu áhrifin af því ef skattleysismörk á samgöngustyrkjum yrðu hækkuð úr 11.000 kr. á mánuði upp í 100.000 kr. á mánuði? Áhrifin á hið opinbera Það mætti halda að áhrifin af slíkum skattalagabreytingum gætu haft neikvæð áhrif á skatttekjur og afkomu ríkissjóðs, þar sem einstaklingar væru að fá ríflegar greiðslur frá vinnuveitendum sínum skattfrjálst, en svo er ekki. Áhrifin á stöðu ríkissjóðs gætu orðið jákvæð ef eitthvað er. Þar sem fyrirtæki greiða starfsmönnum sínum ekki samgöngustyrki umfram skattleysismörkin hafa samgöngustyrkirnir ekki gefið af sér neinar skatttekjur, og yrði engin breyting á því með hærri skattleysismörkum. Útgjöld ríkissjóðs í mörgum stórum málaflokkum gætu hins vegar dregist saman vegna margvíslegra jákvæðra ytri áhrifa. Andleg og líkamleg heilsa fólks myndi batna með aukinni hreyfingu og útiveru, sem myndi draga úr útgjöldum til heilbrigðismála. Minni umferð bíla myndi að auki draga úr umferðartöfum, bæta loftgæði, og draga úr sliti á vegakerfinu. Áhrifin á einstaklinga Jákvæðu áhrifin sem hærri skattleysismörk hefðu á einstaklinga yrðu margþætt. Hið augljósa væri að fólk gæti fengið 100.000 kr. launahækkun fyrir að skipta um fararmáta. Fólk væri að ná inn sinni daglegu hreyfingu sem myndi ekki bara bæta heilsu fólks heldur einnig auka vellíðan, gera fólk tilbúnara til að takast á við vinnudaginn, og hjálpa fólki að losna við streitu vinnudagsins á leiðinni heim. Áhrifin á vinnustaði Kostnaður fyrirtækja til samgöngustyrkja myndi eðlilega aukast, ekki bara vegna þess að kostnaður á starfsmenn yrði hærri heldur einnig þar sem fleiri starfsmenn myndu nýta sér styrkina. En á móti koma ýmsir jákvæðir þættir. Starfsfólk sem mætir í vinnuna með sjálfbærum hætti er tilbúnara í daginn þegar það mætir, svo afköst þeirra ættu að vera meiri en hjá þeim sem keyra í vinnuna hálfsofandi og þurfa tvo kaffibolla til að komast í gang. Í rannsókn frá Finnlandi kemur fram að þeir sem hjóla í vinnuna taka að meðaltali 4,5 færri veikindadaga á ári en þeir sem keyra. Vinnustaðir gætu því nýtt það starfsfólk heillri vinnuviku meira í starfi en þeir sem keyra. Líkur á veikindaleyfum til lengri tíma eru einnig 18% minni hjá þeim sem hjóla til vinnu en hjá þeim sem keyra. Útgjöld vinnustaða í bílastæðamálum ættu einnig að dragast saman, þar sem færri ökumenn væru að nýta bílastæðin. 100.000 kr. í mánaðarlega samgöngustyrki er vissulega ansi há upphæð, og jafnvel óraunhæf, en með því að hækka skattleysismörkin sem um þetta nemur þurfa vinnustaðir ekki að hækka sína styrki. Vinnustaðir gætu haldið sínu striki og boðið áfram upp á 11.000 kr. styrki á mánuði. En þeir vinnustaðir sem raunverulega vilja hafa áhrif á ferðavenjur starfsfólks síns gætu hækkað styrkina sína og þar með hvatt þau til að ferðast með sjálfbærum hætti til vinnu. Höfundur er skipulags- og hagfræðingur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar