Ísland á toppnum eftir fyrri daginn og Andrea með Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 19:45 Andrea Kolbeinsdóttir brosti út að eyrum eftir frábært hlaup sitt í Slóveníu í dag. @icelandathletics Íslenska frjálsíþróttalandsliðið stóð sig mjög vel á fyrri degi Evrópubikars sem fer fram þessa dagana í Maribor í Slóveníu. Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira
Íslenska liðið er á toppnum í stigakeppninni eftir fyrri daginn með 260 stig en búnar eru 20 greinar af 37. Í öðru sæti er Lúxemborg með 219,5 stig og þriðju eru Moldóvar með 203 stig. En efstu þrjú liðin færast upp um deild og keppa því í 2. deild á Evrópubikar 2027. Íslensku keppendurnir voru í fyrstu þremur sætunum í fimmtán greinum af þeim tuttugu sem keppt var í í dag, þrjár persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og eitt Íslandsmet. Hápunkturinn var þegar Andrea Kolbeinsdóttir bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hún kom önnur í mark á 10:07,38 mín. Hún bætti metið um rúmlega eina sekúndu, en eldra met hennar var 10:08,85 mín. Glæsilegt hjá henni Andreu, en þetta er annað Íslandsmetið sem hún setur á innan við viku, því hún setti líka met í í 5 kílómetra götuhlaupi. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Hilmar Örn Jónsson setti tóninn strax í fyrstu grein dagsins, sleggjukasti karla, þar sem hann sigraði með kasti upp á 73,44 metra, sem er annað besta kast hans síðastliðið ár. Ívar Kristinn Jasonarson vann 400 metra grindahlaup karla á 52,06 sekúndum, sem er annar besti árangur hans á síðustu tveimur árum. Karen Sif Ársælsdóttir sigraði stangarstökk kvenna, en hún stökk 3,35 metra og Arndís Diljá Óskarsdóttir vann spjótkast kvenna með kasti upp á 51,60 metra. Boðhlaupssveitirnar toppuðu svo frábæran dag með því að sigra bæði 4×100 m boðhlaup kvenna og 4×100 m boðhlaup karla. Kvennasveitina skipuðu Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir og komu þær í mark á 46.03 sekúndum.Karlasveitina skipuðu Sveinbjörn Óli Svavarsson, Arnar Logi Brynjarsson, Þorleifur Einar Leifsson og Kristófer Þorgrímsson og komu þeir í mark á 40,85 sekúndum. Hér má sjá samantekt Frjálsíþróttasambandsins frá deginum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Sjá meira