Hverjir borga leikskólann í Kópavogi? Örn Arnarson skrifar 23. júní 2025 12:02 Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun