Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 16:32 Alisha Lehmann sinnir aðdáendum sínum og smellir af mynd sem kannski fékk að birtast á Instagram-reikningnum hennar, sem tæplega 17 milljónir manns fylgjast með. Getty/Daniela Porcelli Alisha Lehmann, vinsælasta knattspyrnukona heims á samfélagsmiðlum, er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM sem hefst eftir tíu daga. Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti