Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 23:48 Gideon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. Getty/Amir Levy Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild. Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50