Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira