Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2025 09:03 Frá 17. júní hátið í Lystigarði Akureyrar árið 2023. Garðyrkjufólk er ósátt við að halda eigi hátíð þar sem áfengi er í boði í garðinum. Lystigarður Akureyrar Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum. Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp. Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp.
Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira