Féll í hálku í sundi og fær bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 18:23 Borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda í héraði en bótaskylda í Landsrétti. Reykjavíkurborg Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð.
Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira