Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa 19. júní 2025 07:47 Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar