Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa 19. júní 2025 07:47 Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun