Heyr, heyr-ið í þingsal veldur Snorra hugarangri Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 11:24 Snorri Másson taldi sig hafa greint ákveðið mynstur í þeirri hefði að hrópa heyr, heyr! í þingsal; þar réði ekki fölskvalaus aðdáun á ræðumanni heldur stundaði meirihlutinn þetta þegar hann væri hvað minnstur í sér. vísir/vilhelm Snorri Másson Miðflokki velti fyrir sér þeirri hefð sem myndast hefur í þingsal, þegar heyrist „Heyr, heyr!“ Hann taldi það misvísandi, þar lægi fiskur undir steini. Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Snorri var meðal þeirra þingmanna sem kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins sem var á dagskrá nú fyrir hádegi. Snorri var síðastur á mælendaskrá og kom fólki nokkuð á óvart þegar hann vildi gera þetta Heyr, heyr! að umtalsefni. Áður höfðu stjórnarliðar gert málþóf minnihlutans að umtalsefni, að það væri lítilsvirðandi og þingmenn minnihlutans sagt að þar væri verklagi ríkisstjórnar um að ræða. Halla Hrund Logadóttir Framsókn hafði opinberað að þingkonan Melissa Hortmann sem myrt var í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, hafi verið með henni í skóla og Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingu hafði þakkað heilbrigðisráðherra fyrir að vilja loks gera eitthvað í málefnum þeirra kvenna sem þjáðust af endómedríósu – sjálf væri hún meðal þeirra sem þjáðst hefði í fjóra áratugi af slíku. Halla Hrund Logadóttir greindi frá því að hún hafi verið með Melissu Hortmann, sem myrt var af manni sem var henni ósammála, í skóla. Hún taldi þennan voveiflega atburð til marks um pólaríseringu og væri brýning um að menn tækjust á en í vinsemd.vísir/vilhelm En Snorri fór í óvænta átt í ræðu sinni, eins og áður sagði. Hann taldi að þetta „Heyr, heyr!“ gæfi ekki rétta mynd af því sem í gangi væri í þinginu. Þetta gæti verið ruglandi fyrir þá sem fylgdust með Alþingisrásinni. Snorri hafði greint mynstur í „heyr, heyr-inu“, sem sagt því að þetta væri að mestu bundið við vinstri flokkana. „Við þingmenn vitum hvernig landið liggur. Og er þetta vegna þess að þau eru svona ánægð með sig? Nei, þau gera þetta þegar þau eru hvað minnst í sér. Þetta er ekki flöskvalaus aðdáun á ræðumanni sem ræður,“ sagði Snorri. Og uppskar hraustlegt „heyr, heyr!“ úr þingsal í lok ræðu sinnar. Þetta var þrátt fyrir að hann hafi farið sérstaklega fram á að það yrði ekki gert.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira