Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar 17. júní 2025 14:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun