Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 15:06 APTOPIX India Plane Crash Parts of an Air India plane that crashed on Thursday are seen on top of a building in Ahmedabad, India, Friday, June 13, 2025. (AP Photo/Rafiq Maqbool) AP/Rafiq Maqbool Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum. Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum.
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35