„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 13:24 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem Þorsteinn Halldórsson þurfti að taka ákvörðun um að færi ekki á EM, eftir fjölmörg samtöl, en það var vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. „Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira