Frjór jarðvegur fyrir glæpagengi til að festa rætur Halldóra Mogensen skrifar 13. júní 2025 09:32 Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra benti réttilega á í nýlegri grein að Ísland stendur frammi fyrir vaxandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Hún vísaði til reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum, þar sem gengjastríð og ofbeldi hafa orðið að skelfilegum veruleika, og ungmenni eru notuð sem verkfæri glæpahópa. Lausnin sem ráðherra leggur til er að læra af Norðurlöndunum með því að herða refsingar, efla lögreglu og auka valdheimildir hennar. En ég vil hvetja ráðherra til að draga dýpri lærdóm af reynslu nágranna okkar. Í stað þess að hlaupa strax af stað að herða refsingar og auka valdheimildir lögreglu, vil ég hvetja dómsmálaráðherra til spyrja fyrst: Hvers vegna eru ungmenni yfir höfuð móttækileg fyrir því að ganga til liðs við glæpahópa? Hvernig hefur samfélagið brugðist þeim áður en til glæpanna kom? Hvers vegna blómstrar svartur markaður með vímuefni? Og hvers vegna virðist hörð refsi- og bannstefna í vímuefnamálum ekki skila öðrum árangri en auknu ofbeldi og glæpum? Þegar við ræðum aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi er ekki einmitt mikilvægast að horfast í augu við þá samfélagslegu þróun sem skapar frjósaman jarðveg fyrir hana? Samfélag sem bregst ungu fólki Rannsóknir sýna að andleg líðan ungs fólks á Íslandi og á Norðurlöndunum hefur versnað mikið síðasta áratug. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki eru orðin hluti af daglegu lífi fjölmargra ungmenna. Ungt fólk á öllum Norðurlöndunum fær í auknum mæli ekki þá þjónustu og stuðning sem það þarf. Þjónustukerfin ráða illa við eftirspurn, félagslegur stuðningur hefur veikst og skólakerfið nær síður að veita öryggi. Ísland sker sig þó sérstaklega úr hvað varðar umfang vandans og skort á lausnum. Í slíku ástandi, þar sem kerfið bregst og vonin dofnar, verður vímuefnaneysla oft aðlaðandi kostur. Svíþjóð og önnur lönd með stranga refsi- og bannstefnu í vímuefnamálum eru að sjá meiri og verri glæpi en lönd sem taka upp skaðaminnkandi nálgun. Það er ekki tilviljun að Svíþjóð, með eina ströngustu vímuefnastefnu í Evrópu, hefur nú lang versta gengjavandann á Norðurlöndunum. Í sænskri rannsókn hafa sérfræðingar í afbrotafræði og félagsfræði bent á að glæpagengi sæki sérstaklega í ungmenni sem búa í vanræktum hverfum í jaðarsettum samfélögum sem treysta síður hinu opinbera og stofnunum þess. Glæpahópar nýta sér einstaklinga í félagslega veikri stöðu. Ef við viljum koma í veg fyrir þessa þróun þurfum við að tryggja að ungt fólk eigi raunverulega valkosti. Við gerum þetta með því að byggja upp samfélag þar sem þau finna til öryggis, samfélag sem þau tilheyra og finna tilgang í að taka þátt í. Þegar refsingar gera illt verra Sænskir sérfræðingar í afbrotafræði hafa bent á að refsi- og bannstefnan í fíkniefnamálum hefur eflt skipulagða glæpastarfsemi og stuðlað að gengjamyndun í Svíþjóð. Þeir benda á að með því að setja vímuefnamarkaðinn algjörlega utan laganna, gefur ríkið glæpagengjum einokun á þessum arðbæra markaði. Sala á vímuefnum færir gríðarlegt fjármagn í hendur hættulegra glæpamanna sem nota gróðann til að fjármagna aðra glæpi. Stríðið gegn vímuefnum ýtir beinlínis undir ofbeldi, ójöfnuð og fleiri samfélagsvandamál. Ef við eigum að læra eitthvað af Svíunum þá er það að segja skilið við þessa skaðlegu stefnu. Upprætum tekjustofn glæpagengjanna Það er gríðarlega mikilvægt öryggismál að sporna við skipulagðri brotastarfsemi en öryggi skapast ekki með því að fara í vígbúnaðarkapphlaup við glæpamenn. Lykillinn að raunverulegum árangri í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi er að fjarlægja grundvöll starfseminnar. Ef við regluvæðum vímuefni drögum við úr völdum glæpamanna með því að taka af þeim markaðinn og fjármagnið. Með peningunum sem sparast í refsivörslukerfinu er hægt að fjárfesta í félagslegum úrræðum, fræðslu, meðferðarúrræðum, andlegri heilsu og menntun. Með því að tryggja að grunnþörfum fólks sé mætt minnkum við svo eftirspurnina eftir vímuefnunum sem glæpagengin stórgræða á. Öryggi byggist ekki á vopnum heldur valkostum Það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn glæpum án þess að horfast í augu við að sumt af því sem við köllum glæpi eru bein afleiðing skaðlegrar vímuefnastefnu, vanrækslu, fátæktar og skorts á valkostum. Ef við viljum raunverulega berjast fyrir öruggu samfélagi, þurfum við fyrst að gangast við því að við erum ekki að gera nægilega vel fyrir stóra hópa af fólki og setja það í forgang að byggja samfélag sem skilur engann eftir. Við þurfum að byggja brýr í stað þess að reisa múra. Það er lærdómurinn sem ég hvet dómsmálaráðherra til að draga af þróun mála í Norðurlöndunum. Höfundur er áhugamanneskja um mannvænt samfélag.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun