Segir ljóst að SVEIT hafi eitthvað að fela Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2025 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT. Arnar/Vilhelm Formaður Eflingar segir tregðu Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði eða SVEIT til að afhenda samkeppniseftirlitinu gögn er varða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu vera skýrt merki um að samtökin hafi eitthvað að fela. Framkvæmdarstjóri SVEIT segir ekki koma til greina að afhenda gögnin ef þeim verður deilt með Eflingu. Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“ Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt dagsektir á SVEIT og krefst þess að samtökin afhendi gögn er varða kjarasamninga. Í mars síðastliðnum barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun frá Eflingu, Alþýðusambandinu og Starfsgreinasambandi Íslands þess efnis að SVEIT gerði einhliða kjarasamninga við stéttarfélagið Virðingu þar sem kveðið væri á um launakjör á veitingamarkaði. Það væri ólögmætt samráð sem færi gegn samkeppnislögum að þeirra mati. Efling hefur lengi haft horn í síðu SVEIT og segir stéttarfélagið Virðingu vera gervistéttarfélag og framlengingu á hagsmunum veitingahúsaeigenda. Í kvörtun er SVEIT sakað um ólögmætt verðsamráð á veitingamarkaði og ólögmætt verðsamráð innan samtakanna. Kemur SVEIT spánskt fyrir sjónir Einar Bárðarson, nýr framkvæmdastjóri hjá SVEIT, tekur fram að dagsektirnar leggist ekki á fyrr en að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. „Eftir að Efling gerði þessa athugasemd til Samkeppniseftirlitsins, kom það okkur dálítið spánskt fyrir sjónir og höfum við átt erfitt með að samþykkja það að þetta eigi heima inni hjá Samkeppniseftirlitinu. Við höfum kært það til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.“ Að auki tekur Einar fram að SVEIT hafi ekki fengið staðfest að gögnunum verði ekki deilt með þriðja aðila líkt og Eflingu. „Okkur finnst óeðlilegt að þriðji aðili út í bæ sé að vinna úr gögnum sem eru til rannsóknar hjá stofnun eða embætti eins og Samkeppniseftirlitinu. Ég held bara að það sé verið að óska eftir töluvert mikið af gögnum og þau eru svo sem öll tilbúin en verða ekki afhend á meðan áfrýjunarnefndin er að fara með þetta.“ Þið viljið þá ekki að Efling komist í gögnin? „Já okkur finnst það óeðlilegt.“ Ef að áfrýjunarnefnd kemst að því að málið eigi undir Samkeppniseftirlitið verða þá gögnin afhend samstundis? „Ég geri ráð fyrir því, nema að lögfræðingar okkar ráðleggi okkur eitthvað annað,“ segir Einar sem bætir við að það skjóti skökku við að Samkeppniseftirlitið vilji rannsaka SVEIT og Virðingu. Augljóst að gögnin geymi eitthvað sem er þess virði að fela Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir vinnubrögð SVEIT verulega gagnrýnisverð. „Þessi vinnubrögð koma mér alls ekki á óvart. Þetta er í samræmi við þau vinnubrögð sem SVEIT hefur sýnt í einu og öllu.“ Tregða SVEIT við að afhenda umrædd gögn sýni fram á það að samtökin hafi eitthvað að fela að mati Sólveigar. „Ég tel það ljóst. Ástæðan fyrir því að þau vilja ekki afhenda gögn er að þau gögn sem þeir hafa eru auðvitað ófullnægjandi eða sýna fram á það að auðvitað hefur verið fullt samráð á milli SVEIT og svikastéttarfélagsins Virðingar. En ég bara eins og allir bíða eftir því að sjá hvernig þetta mál fer hjá Samkeppniseftirlitinu.“ Hún fagnar því að Samkeppniseftirlitið stígi fram með þessum hætti í málinu. „Efling, SGS og Alþýðusambandið skoðaði málið mjög vel með lögmönnum. Okkur þótti ljóst að þarna væri verið að fremja brot.“
Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Kjaramál Samkeppnismál Stéttarfélög Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira