„Fólk er í áfalli yfir þessu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 21:49 Play stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Vilhelm Fréttir af fyrirhuguðum breytingum hjá flugfélaginu Play voru áfall fyrir starfsfólk að sögn forseta Íslenska flugstéttafélagsins. Hann segir lagalega óvissu fylgja því að flugrekstur Play verði skráður í öðru landi og að fréttirnar hafi komið starfsfólki í opna skjöldu. Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum. Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Í gær var tilkynnt að tveir stærstu hluthafar flugfélagsins Play hyggist gera yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. Í tilkynningu kom meðal annars fram að flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október og vélum fækkað. Sjö vélar sinna nú flugi til og frá Íslandi en verða fjórar samkvæmt fyrirhuguðum breytingum. Í viðtali við forstjóra Play í gær kom fram að starfsfólki í innlenda flota Play myndi fækka og þá verður íslensku flugrekstrarleyfi skilað og flogið undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Jóhann Óskar Borgþórsson er forseti Íslenska flugstéttafélagsins, stéttarfélags starfsmanna Play. Hann segir starfsfólk ekki hafa fengið veður af breytingunum fyrr en tilkynning birtist í fjölmiðlum. Fréttirnar hafi verið áfall. „Við fengum þessar fréttir eins og almenningur í gær þegar þetta var tilkynnt í Kauphöllinni. Þetta skall á okkur eins flest öllum öðrum. Við erum búnir að vera síðstliðinn sólarhring að ná utan um þetta,“ sagði Jóhann í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. „Við erum búnir að vera í samtölum við stjórnendur og yfirmenn fyrirtækisins hvernig framhaldinu er háttað. Okkar starf verandi í forsvari fyrir flugmenn og þjónustu- og öryggisliða er að tryggja störf og passa upp á kaup og kjör.“ „Óvissan er það helst sem er óþægilegt“ Jóhann segir fréttir gærdagsins hafa verið áfall. „Þetta er áfall og fólk er í smá áfalli yfir þessu. Það er alltaf eðlilegt þegar þú ert hræddur um starfið þitt, það er áfall. Það getur komið fram mismunandi hjá fólki. Það getur verið reiði, depurð eða sársauki og allt fram eftir því. Óvissan er kannski það helsta sem er óþægilegt fyrir fólk.“ „Mannverunni finnst óþægilegt að vera í óvissu og við eigum eftir að eiga ítarlegra samtal við félagið um hvernig við getum tryggt það að það verði unnið samkvæmt þessum kjarasamningum, allavega þeir einstaklingar sem eru eftir hjá félaginu. Við viljum helst að öllum sé haldið í vinnu.“ Nýr kjarasamningur á milli Play og Íslenska flugstéttafélagsins var undirritaður á dögunum. Jóhann telur af samtölum ekki búast við öðru ekki en að staðið verði við gerða samninga. „Það er alveg ljóst að Play HF er með í gildi bindandi samkomulag sem eru þessir kjarasamningar við þjónustu- og öryggisliða og svo flugmenn annars vegar. Sá samningur er í gildi þar til um annað er samið. Lagalega óvissan liggur í því þegar allur flugreskstur verður kominn á flugfélag frá öðru landi þá skapast einhver réttaróvissa hvað það varðar. Það er eitt af þessum samtölum sem við þurfum að taka við félagið.“ „Af þeim samtölum sem við höfum átt við stjórnendur fyrirtækisisns þá er ekki hugur í þeim að taka einhvern snúning á þessu og það er vel ef það er. Við förum allavega inn í þetta að finna flöt til að vernda sem flest störf,“ sagði Jóhann að lokum.
Play Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira