„Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 19:55 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og annar þingmaður Suðurkjördæmis flutti fyrstu eldhúsdagsræðu kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Fjárlaganefnd var sniðgengin. Þingið hefur verið svipt aðhaldi sínu. Ráðherrar svara ekki í þingsal, heldur í útvöldum fjölmiðlum. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta eru alvarleg merki um að þingræðinu sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing.“ Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hún sagði ábyrgðarleysi blasa við í efnahagsmálum landsins. „Ríkisstjórnin talar um aðhald, en gerir annað. Hún lofar að draga úr útgjöldum – en bindur um fimmtung ríkisútgjalda við launavísitölu. Þannig verða tugir milljarða króna útgjöld sjálfvirk, án nokkurrar aðkomu Alþingis. Þetta er ekki ábyrgt. Þetta er afsalað vald, með lokuðum augum, frá þjóðkjörnum fulltrúum til ófyrirsjáanlegrar launaþróunar. Á sama tíma hyggst ríkisstjórnin hækka skatta á undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar. Skatta sem ekki byggja á raunverulegri afkomu heldur reiknaðri. Þetta er ekki aðeins ósanngjarnt – þetta er bein árás á samkeppnishæfni Íslands og þar með á framtíð tekjuöflunar ríkisins sjálfs,“ sagði Guðrún. Bitni á lífeyrissjóðum láglaunastétta Guðrún segir lífeyriskerfið þó standa henni næst. Eitt stærsta gæfuspor sem stigið hafi verið í íslensku samfélagi hafi verið þegar launþegar og atvinnurekendur hafi ákveðið að byggja upp sameiginlegt, sjálfstætt samtryggingarkerfi lífeyrisréttinda. „Ég sé ekki betur, virðulegi forseti, en að ríkisstjórnin ætli að „berja niður verðbólguna með sleggju“ og nú beiti hún sömu sleggju á lífeyrissjóðina. Þetta er atlaga að viðkvæmu jafnvægi. Og þetta hefur afleiðingar. Afleiðingar fyrir réttindi, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna og fyrir getu þeirra til að styðja við atvinnulífið. Þessi stefna bitnar sérstaklega á sjóðum láglaunastétta. Hún grefur undan því jafnræði sem velferðarkerfið á að byggja á. Því spyr ég: hvernig getur það samræmst réttlæti að láta verkafólk axla kostnað sem áður var á ábyrgð ríkisins?“ Stefnuleysi í ríkisfjármálum Þá sakar hún ríkisstjórnina um ábyrgðarleysi í opinberum fjármálum. Forsendur ríkisstjórnarinnar um rekstrarafgang séu ekki trúverðugar. Hvorki hafi verið kynnt hvernig útgjöld verði dregin saman né hvernig skuli forgangsraðað. Í stað þess að kynna raunhæfar aðgerðir sé boðuð enn meiri útgjaldaaukning. „Það sem verra er, á sama tíma og ríkisstjórnin lýsir því yfir að tryggja eigi stöðugleika, leggur hún til að töluleg viðmið um lækkun skulda verði felld úr lögum um opinber fjármál. Þannig á að leysa vanda ríkissjóðs, með því að afnema mælikvarðana. Það er ekki fjármálastefna, virðulegi forseti. Það er ábyrgðarleysi. Hún segir vanda ríkisfjármála ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda. „Ísland er þegar með eitt umfangsmesta opinbera kerfi í heiminum. Nú þarf raunverulega hagræðingu og forgangsröðun. Það er ekki val, heldur nauðsyn , ef við ætlum að standa vörð um traust opinberra fjármála og jafnræði milli kynslóða. Þegar afkomubati er sagður markmið, en jafnframt lagt til að hækka skatta á grunnstoðir útflutnings, á sama tíma og alþjóðaviðskipti standa í upplausn, þá er ekki um stefnu að ræða, heldur stefnuleysi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira