Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 11. júní 2025 15:01 Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun