Raunir ríka fólksins og bænir þess Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 11. júní 2025 15:01 Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands er furðulegt fyrirbæri. Því er stjórnað af einstaklingum sem ekki hafa þurft að deila kjörum með almenning á Íslandi í fjölda ára og sumir frá fæðingu. Það hefur enga beina aðkomu að nokkrum hagsmunum en er sett á stofn sem hugveita frjálshyggju og peningaafla í landinu gegn hugsjónum um jöfnuð og réttlæti. Til að slá ryki í augu okkar segir samt á heimasíðu Viðskiptaráðs að þar sé unnið að því „að efla íslenskt efnahagslíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Fyrir nokkrum vikum fór Viðskiptaráð að býsnast yfir réttindum opinberra starfsmanna. Ráðið telur lífsnauðsynlegt að koma málum þannig fyrir að hægt sé að reka opinbera starfsmenn með sama fyrirhafnarleysinu og þekkist í einkarekstrinum. Þetta er náðarsamlega lagt fram undir yfirskyni sparnaðar. Sparnaðar náttúrulega á fyrst og fremst að bitna á almenning. Nýjasta hugdetta Viðskiptaráð eru ofsjónir yfir að hægt sé að byggja leiguíbúðir á hagkvæman hátt. Í þetta skipti eru rökin ekki sótt til sparnaðar heldur vælt undan því að „vitlaust sé gefið“ með einhvers konar „meðgjöf“ sem fullyrt er að óhagnaðadrifin félög fái. Í raun er ekki verið að kvarta undan „meðgjöfinni“ heldur er grátkórinn kallaður til tónleikahalds á nýjustu aríu sinni um illsku og óréttlæti þess að eitthvað geti verið rekið án gróðavonar, hagnaðar. Það er semsagt glæpur gegn kapitalismanum að leiguverð íbúða sé reiknað þannig að leiguverð standi undir kostnaði. Leiga hækki ekki til að auka arðgreiðslur til eigenda. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Viðskiptaráði eru leigufélög sem hafa það helst að markmiði að hagnast sem mest á kostnað leigjenda. Dæmi eru um umtalsverðar hækkanir á leiguverði hjá þessum félögum sem eðlilega bitna mest á tekjulágum einstaklingum sem oft eru jafnvel að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem standa að Viðskiptaráði. Stjórnendur Viðskiptaráðs Íslands eru uppistaðan í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar og fá margir hverjir tekjur af hagnaði fyrirtækja. Þetta eru einstaklingar sem alla jafna eru ekki fyrstir til að styðja við þá sem minna mega sín. Á heimasíðu Viðskiptaráðs er listi yfir þau fyrirtæki sem eru félagar í ráðinu. Þar má sjá fyrirtæki eins og Atlatsolíu, Arion banka, BL. Bæjarins bestu, Centerhotels, Danfoss, Ellingsen, Epal, Festi, Húsasmiðjuna, Icelandair, Landsbankann, Lyfju, Mílu, Nóa-Síríus, Origo, Orkuna, Pennann, Sjóvá, Sláturfélag Suðurlands, VÍS, Ölgerðina o.fl. Ég mun hafa þennan lista til hliðsjónar þegar ég velti fyrir mér hvert ég beini mínum viðskiptum og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður hjá HMS og VR.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun