(orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar 17. júní 2025 08:02 Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun