Losar Alþingi um leyfisveitinga-flækjuna? Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 11. júní 2025 07:02 Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Orkumál Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Sjá meira
Á bak við hverja virkjun, hverja jarðvinnu og hverja raflínu liggur langt og strangt ferli skipulags og leyfisveitinga. Í orku- og veitumálum hafa leyfisveitingar og skipulagsmál, á vegum ríkis og sveitarfélaga, orðið að þröskuldi sem hægir á orkuskiptum, fjárfestingum og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Ísland hefur ekki efni á að viðhalda slíku ástandi mikið lengur. Í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur á undanförnum árum verið unnið hörðum höndum að því að móta löggjöf til einföldunar á leyfisveitingaferlum og hafa þó nokkur frumvörp í þá veru farið í gegnum samráð í samráðsgátt stjórnvalda og verið lögð fyrir Alþingi sem lagafrumvörp. Búast má við að á síðustu dögum þingsins verði teknar ákvarðanir um það hvaða þingmál hljóta afgreiðslu og hvaða þingmál þurfa að bíða til næsta vetrar. Þar sem nokkuð góð sátt virðist vera meðal þingflokka um mikilvægi þess að á Íslandi verði hægt að virkja orku til að stuðla að orkuskiptum, viðhalda samkeppnishæfni þjóðarinnar og mæta ört vaxandi samfélagi má ætla, eða að minnsta kosti vona, að þau lagafrumvörp sem snúa að einföldun leyfisveitinga komist í gegnum þingið að þessu sinni. Um alla Evrópu er verið að stíga mikilvæg skref til að tryggja að lönd komist í gegnum orkuskiptin, að kolefnishlutleysi verði náð á næstu áratugum og að Evrópa verði óháð jarðaefnaeldsneyti frá ríkjum sem ekki er hægt að treysta með tilliti til öryggis- og varnarmála. Frá Þýskalandi má finna gott dæmi um raunverulegan árangur í þessum efnum. Þannig tókst Þjóðverjum að margfalda leyfisveitingar fyrir vindorku – úr innan við 2 GW árið 2022 í næstum 15 GW árið 2024. Þetta var ekki tilviljun, heldur afrakstur yfirgripsmikillar lagasetningar og markvissra aðgerða; umsóknarferli voru stytt, ábyrgð skýrð, málsmeðferðarreglur einfaldaðar og endurnýjanleg orka skilgreind sem almannahagsmunamál. Settar voru skýrar kröfur um landnýtingu til að tryggja að land yrði nýtt undir vindorku og sveitarstjórnarstigið tæki ábyrgð og bæri skyldur í þeim efnum. Með breytingum á fjölda laga og skýrri stefnumótun stjórnvalda fór kerfið að virka og leyfi eru nú afgreidd fljótt og örugglega. Á Íslandi eru nú nokkur frumvörp í þinglegri meðferð sem varða einföldun regluverks, rammaáætlun og stjórnsýslu leyfisveitinga. Flest þeirra mála hafa verið í vinnslu í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála síðan á síðasta kjörtímabili og ættu að njóta víðtæks þingsstuðnings. Þá verður að undirstrika að í núverandi kerfi rammaáætlunar er það á ábyrgð þingsins að orkunýtingarflokkkur rammaáætlunar mæti ávallt þörfum þjóðarinnar um orkuframleiðslu og orkuöryggi til lengri tíma. Að samþykkja þessi frumvörp nú – áður en Alþingi fer í sumarhlé – væri tákn um vilja og skynsemi, að stjórnsýsla og lagasetning geti unnið með framtíðarsýn þjóðarinnar, en ekki á móti henni. Við vitum hvert við viljum fara. Til að komast þangað þurfum við stjórnsýslu sem virkar – og löggjafarvald sem treystir henni til þess. Höfundur er lögfræðingur Samorku.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun