Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 21:39 Alma Möller heilbrigðisráðherra og Anna Margrét Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Endósamtakanna. Samsett/Vilhelm/Endósamtökin Endósamtökin lýsa yfir þungum áhyggjum í ljósi þess að Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fækka niðurgreiddum aðgerðum einkarekinnar stofu vegna sjúkdómsins. Samtökin skora á Heilbrigðisráðuneytið að endurskoða ákvörðunina og óska eftir auknu samráði í mótun á þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði Sjúkratryggingum að gera samning við Klíníkina í Ármúla um að hundrað aðgerðir á konum með endómetríósu verði niðurgreiddar af Sjúkratryggingum. Það eru um helmingi færri aðgerðir á ári en Jón Ívar Einarsson, skurðlæknir hjá Klínikinni, hefur verið að framkvæma ár hvert. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hann ákvörðunina afturför í þjónustu kvenna með endómetríósu. Endósamtökin hafa sent út yfirlýsingu vegna málsins þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna málsins. „Nú þegar eru um 100 konur á bið eftir aðgerð hjá Klíníkinni og því er það alveg ljóst að þessi ákvörðun verður til þess að bið eftir nauðsynlegri þjónustu fólks með endómetríósu lengist og er það að mati Endósamtakanna algjörlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni Endósamtakanna. Jón Ívar sagði ástæðuna fyrir fækkun aðgerða vera styttri biðlista Landspítalans. Hann segist sjálfur framkvæma tvo þriðju aðgerða vegna endómetríósu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. „Í svari Landspítalans segir að aðgerðir séu aðeins lítill partur af meðferðinni við sjúkdómnum, en samtökin setja spurningarmerki við þau svör þar sem sjúkdómurinn er aðeins greindur með aðgerð. Það er vissulega rétt að hormónameðferð, sjúkraþjálfun og verkjameðferð eru gífurlega mikilvægar, en koma ekki í stað skurðaðgerðar,“ segir í yfirlýsingunni. Hópur sem verði út undan í heilbrigðiskerfinu Fulltrúar samtakanna hafa fundað með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra og greint frá áhyggjum sínum af stöðum samninga. Þau hafa óskað eftir öðrum fundi með ráðherranum en ekkert svar borist. „Að þessi ákvörðun sé tekin án þess að hlustað sé á raddir þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda dregur úr trausti og er til þess fallið að auka vanlíðan og útilokun þeirra sem þurfa mest á þessari aðstoð að halda,“ segir í yfirlýsingunni. Þá eru fulltrúar samtakanna ósáttir við að vera ekki hafðir í samráði þegar ákvarðanir eru teknar sem varða einstaklinga með endómetríósu. „Fólk með endó er hópur sem lengi hefur orðið út undan í heilbrigðiskerfinu og birtist það meðal annars í þeim langa tíma sem tekur að greina sjúkdóminn, en það getur tekið að meðaltali 7-10 ár að fá greiningu.“ Fyrst og fremst hafi samtökin þó áhyggjur af afleiðingu ákvörðunarinnar en með henni lengist biðtími eftir aðgerð til muna. „Með aukinni bið eftir nauðsynlegri aðgerð aukast líkur á að konur og fólk með endó lifi við skert lífsgæði, hljóti varanlegan skaða á líffærum, detti úr virkni í vinnu, námi og félagslífi og glími við ófrjósemi.“ Mikilvægt sé að konur fái greiningu fyrir 25 ára aldur en sé endómetríósa ekki meðhöndluð fyrir þann aldur geti hún valdið varanlegum skaða að sögn Jóns Ívars. Að auki fylgir sjúkdómnum gríðarlegur sársauki.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Kvenheilsa Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira