Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2025 06:37 Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum við alríkisbyggingu í Santa Ana í Kaliforníu í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar, auk sjö hundruð landgönguliða, til Los Angeles í Kaliforníu vegna mótmælanna í borginni sem nú hafa staðið hafa í fjóra daga. Mótmæli gærkvöldsins voru nokkuð rólegri en síðustu daga. Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ríkisstjórinn Gavin Newsom hefur harðlega gagnrýnt ákvörðun Trump og segist munu kæra forsetann vegna ákvörðunarinnar að senda þjóðvarðliða án samráðs við sig. Lögreglustjórinn í Los Angeles hefur sömuleiðis bent á að vera hersins skapi vandamál þegar kemur að því að skipuleggja aðgerðir til að hafa stjórn á mótmælunum. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag í kjölfar aðgerða fulltrúa Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, þar sem tugir innflytjenda voru handteknir. AP segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi haldið út á götur í gær og að mótmælin við ráðhús Los Angeles hafi að mestu farið friðsamlega fram. Þá söfnuðust nokkur hundruð manns saman fyrir utan alríkisbyggingu þar sem meðal annars er að finna miðstöð þar sem fjöldi innflytjenda eru í haldi eftir aðgerðir fulltrúa ICE á vinnustöðum víðs vegar um borg. Trump hefur lýst ástandinu í Los Angeles sem mjög slæmu en bæði ríkisstjórinn Newsom og borgarstjórinn Karen Bass segja forsetann draga upp mynd af borginni sem sé fjarri sannleikanum. Forsetinn sé auk þess að stofna almannaöryggi í hættu með því að senda herinn á vettvang þegar lögregla hefur ekki óskað eftir aðstoð. Trump hafði áður heimilað að tvö þúsund þjóðvarðliðar yrðu sendir á vettvang til að tryggja öryggi og hefur hann nú heimilað tvö þúsund til viðbótar. Reykjarlykt enn í miðborginni Mótmælin hófust í miðborg Los Angeles síðastliðinn föstudag og segir í frétt AP að reykjarlykt sé enn að finna í miðborginni eftir mótmæli helgarinnar. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp vegatálmum á hraðbrautum og hefur verið kveikt í einhverjum bílum. Lögregla hefur beitt táragasi og gúmmíkúlum í aðgerðum sínum gegn mótmælendum. Mótmæli vegna aðgerða ICE hafa einnig brotist út í San Francisco og Santa Ana í Kaliforníu, og sömuleiðis í Dallas og Austin í Texas.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9. júní 2025 15:51
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“