„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Fyrirliðinn Hákon Arnar. Andrew Milligan/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. „Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
„Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01
„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35
Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02