„Þetta er ólýsanleg tilfinning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Fyrirliðinn Hákon Arnar. Andrew Milligan/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Skotlandi á Hampden Park á dögunum. Hann segir þá tilfinningu vera ólýsanlega og eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var krakki. Nú er hins vegar öll einbeiting á leik morgundagsins gegn Norður-Írlandi. „Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Sjá meira
„Skoða hvað við höfum gert vel og hvað við getum bætt. Skoða þá en mikilvægast af öllu að jafna sig (e. recovery) frá leiknum. Við höfum nýtt tímann vel og spenntir að spila á morgun,“ sagði Hákon Arnar fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fjarveru Orra Steins Óskarssonar, aðspurður hvað leikmenn höfðu gert frá sigrinum gegn Skotlandi. Ísland mætir Norður-Írlandi í vináttuleik ytra annað kvöld. Aðeins nokkrir dagar eru síðan strákarnir unnu 3-1 sigur á Skotum og er stefnt á að byggja ofan á þann sigur. Þá ræddi Hákon Arnar þá tilfinningu að bera fyrirliðabandið í Skotlandi. „Ótrúlegt. Maður bjóst ekki við þessu fyrir ári síðan, að maður væri að fara leiða liðið út í landsleik og vera með bandið. Þetta er ólýsanleg tilfinning. Manni hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki. Stór draumur í lífi mínu og á mínum ferli.“ Hákon Arnar var spurður út í hvað liðið mætti gera betur á morgun. „Við erum ekki alveg nægilega góðir í að búa til færi. Við skorum úr tveimur föstum leikatriðum, fyrsta markið mjög vel gert hjá Andra (Lucasi Guðjohnsen) þegar við vinnum boltann í hápressu. Vorum mjög góðir í hápressu í leiknum en okkur vantar að skapa fleiri færi í opnum leik. Það er stærsti hlutinn.“ „Það hjálpaði helling þegar við skoruðum snemma og þögguðum mjög snemma niður í Hampden Park. Við gerðum þetta mjög vel, byrjuðum sterkt og það er planið á morgun líka.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01 „Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35 Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02 Mest lesið Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Sjá meira
„Ég er aldrei sáttur“ Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, átti sér þann draum að spila í einni af stærstu deild Evrópu. Sá draumur rættist en Íslendingurinn knái er hvergi nærri saddur, hann vill meira og segir ekki tíma núna til þess að staldra við og horfa á allt það góða sem hefur átt sér stað á hans ferli þrátt fyrir unga aldur. 9. júní 2025 10:01
„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. 9. júní 2025 13:35
Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. 9. júní 2025 18:02