Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Sigríður Svanborgardóttir skrifar 8. júní 2025 07:00 Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar