Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Ása Fríða Kjartansdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 6. júní 2025 14:03 Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Geðheilbrigði Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun