Faglegt mat eða lukka? IV. Faglegt mat og ósvaraðar spurningar Bogi Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 08:01 Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun